Skírnir - 01.01.1975, Side 141
SKÍRNIR TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR 139
samtali þeirra (165-186) eru tómt spott og spé: „Mikil iðn, Mundi
minn, mikil iðn.“ (173) Þá lætur Jón greinilega í Ijós álit sitt á
vegtyllum prófessor doktor Godmans Sýngmanns með því að kalla
hann alltaf Munda.
Godman Sýngmann, kallaður Maitreya lávarður eða Meistarinn
af áhangendum sínum, er oddviti hreyfingar sem ástundar ein-
hvers konar sambreysking vísinda og trúarbragða, epagógík. Hann
kveðst styðjast við reynslu úr þremur höfuðtrúarbrögðum, að
minnsta kosti, og þar að auki allar þekktar aðferðir í vísindalegri
sannprófun. (173) Sýngmann heldur því fram að epagógíkin sé
óhrekjanleg af því að hún byggist á fullkomlega rökrænum mál-
flutningi. Mál sitt hefur hann sannað með óhrekjandi rökum, meira
að segja lögfræðilega (186) í opinberun í sex bindum, sem enginn
hefur að vísu lesið nema Helgi á Torfhvalastöðum. (178) En er
Sýngmann jafn-samkvæmur sjálfum sér og hann vill vera láta? í
samtali þeirra séra Jóns hamast hann gegn þeim sem klambra sam-
an nýrri trú úr góssi sem þeir hafa sótt í önnur trúarbrögð. „Það
sem þú hefur stolið verður aldrei þitt,“ segir hann, og „þeir sem
doffíra sig með stolna guði eru ekki raunhæfir.“ (180, 181) Þetta á
bersýnilega ekki við hann sjálfan; þegar hann talar um sitt eigið
kerfi er það hara kostur að hann hefur heyjað til þess í þremur
höfuðtrúarbrögðum. En mótsögnin ristir dýpra. Ummæli Sýng-
manns um trúarbrögðin, þá sem stolið hafi guði frá gyðingum, eiga
í raun við allt sem uppgert er, logið eða svikið. Þess vegna hitta
þau einnig fyrir hárkollu hans, lærdómstitla og gervinafn.
Trúarlegir þættir epagógíkurinnar eru einkum af indverskum upp-
runa. Uppistaðan í fræðum Godmans Sýngmanns eru hugmyndir
hans um endurholdgun, ættaðar úr hindúisma og búddisma. Sam-
kvæmt endurholdgunarkenningunni tekur hin andlega tilvera eng-
an enda. Sálin ferst ekki í dauðanum heldur flyst hún úr líkaman-
um til annarra bústaða. í epagógíkinni er ódauðleikinn vísindalega
sönnuð staðreynd, enda kallar Sýngmann mannkynsfrelsara sína
þrjá vísindamenn og labóranta. (173)
Vísindi veita manninum vald. Vegna náttúruvísindanna nær hann
tökum á náttúrunni. Á sama hátt á epagógíkin að veita Sýngmanni
vald á lífi og dauða. Hann kveðst geta magnað líf, leitt líf á milli
líkama og á milli hnatta og geymt líf. (170-171)