Skírnir - 01.01.1975, Page 142
140
BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
Þetta er snarasti þátturinn í viðleitni Godmans Sýngmanns og
hér er grundvallar-ástæðna hans að leita. I samtali þeirra séra Jóns
neitar hann að taka gild þau takmörk sem manninum eru sett. (175-
176) Síst af öllu tekur hann gild endalokin, dauðann. Hann mót-
mælir endi á tilverunni, krefst þess að hún geti haldið áfram. „Þú
ert að minstakosti skyldugur að láta mig rísa upp!“ (184) Með
gamalkunnu orðalagi mætti kannski segja að Sýngmann sé hald-
inn af hybris og kalla hann afdankaðan og uppgefinn Prómeþeif.
í líkræðunni yfir Sýngmanni lýsir Jón Prímus viðleitni hans með
tilvitnun til biblíunnar: „Þvíað einginn vor lifir sjálfum sér og eing-
inn deyr sér sjálfum. Því ef vér lifum, þá lifum vér drotni; deyum
vér, þá deyum vér drotni. Þarfyrir, hvort vér lifum eða deyum þá
erum vér drottins.“ (227)
Þennan biblíustað leggur hann út sem hér segir:
ÞaS var þessi formúla Mundi. Ég var að reyna að koma þér í skilníng um
hana, en tókst ekki; það' gerði raunar ekkert til. Við komumst ekki í kríngum
þessa formúlu hvorteð er. Það er létt verk að sanna að formúlan sé raung; en
hún er að minstakosti það rétt að heimurinn hefur orðið til. Hitt er ekki orða
vert að ætla að gera skaparanum upp lýðræðishugsjónir eða félagslegar dygð-
ir; eða halda að maður geti hrært hann með gráti og emjan og sannfært hann
með rökfræði og lögkrókum. (227-8)
Jón Prímus tekur á hinn hóginn tilveruna gilda eins og hún er,
finnst það fráleit hugmynd að maðurinn geti sett sjálfan sig í skap-
arans stað, eins og Sýngmann vildi, og öðlast forræði fyrir örlögum
sínum.
A tveimur stöðum í sögunni fær lesandi svipsýn í hug Godmans
Sýngmanns og getur ráðið í sálarfræði hans. Snemma í samtali
þeirra séra Jóns segir Sýngmann frá því að fyrir þremur árum
hafi hann fengið símskeyti um að Ua væri dauð. En í sömu svifum
bítur heljarstór laxhrygna á öngulinn hjá honum, og það skilur
Sýngmann á þá lund að Ua sé að vísu dauð en hún hafi tekið sér
bólfestu í fiskinum. Það er hægt að vekja hana til lífs á ný með
epagógískum og kosmóbíólógískum aðferðum. Þetta er háttur hans
að snúa sig út úr óþægindum, vísa frá sér ónotalegum tíðindum.
Þegar Sýngmann kveðst hafa breytt Uu í fisk segir hann á sinn hátt
alveg satt. Töfrahrögð hans eru til þess ætluð að ráða fram úr
vanda sem er honum óbærilegur.