Skírnir - 01.01.1975, Page 144
142 BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIK
óvinir þeirra taka ekkert gilt nema hernaðarmáttinn. Þess vegna
verður að vígbúast, annað væri tómur barnaskapur. Styrjaldir, of-
beldi, kúgun koma ekki beinlínis við söguna í Kristnihaldi undir
Jökli. En kúgun og ofbeldi er hvarvetna í baksýn við atburðina
og bent á samband Godmans Sýngmanns við þessi fyrirbrigði.
I samtali við Umba segir Ua með fáum orðum hvað sé að Sýng-
manni:
Hann vantaði það samband sem segir: elska skaltu drottin guð þinn af öllu
hjarta þínu allri sálu þinni og öllum líkama þínum, og náúnga þinn einsog
sjálfan þig. (282)
Þessi ritningarstaður geymir lykil að skilningi á Sýngmanni. Að-
ur hafði hann borið á góma í samtali þeirra séra Jóns. Þá hafnaði
Sýngmann honum: „Heyrðu John, hvurnin er hægt að elska guð?
Og hvaða ástæða er til þess?“ I ritningarstaðnum eru gerðar tvær
kröfur: maður á að elska guð, og maður á að elska náunga sinn.
Eru kröfurnar tvær hvor annarri óháðar, eða er kannski hinni seinni
fullnægt ef orðið er við þeirri fyrri? Hér virðist sá skilningur lagð-
ur í orðin. Að minnsta kosti lætur séra Jón sér nægja að lýsa fyrri
kröfunni en gefur þá seinni aðeins í skyn með orðunum „og svo
framvegis“. (181) Godman Sýngmann vill ekki taka gild þau skil-
yrði sem maðurinn er seldur undir. Hann hefur vitanlega enga á-
stæðu til að hugsa vingjarnlega til guðs. Hann elskar ekki guð, en ótt-
ast hann. (188) Hvað þá um seinni kröfuna: elska skaltu náunga
þinn eins og sjálfan þig? Því svarar hann berum orðum: „skepnurn-
ar eru fullkomnar svo lángt sem þær ná og manneskjan lægsta þrep-
ið í öfugþróun jarðlifsins“. (182) Þar talar mannhatari. En það má
líka ráða á annan hátt í afstöðu Sýngmanns til náunga síns. Umhi
svarar fyrrgreindum orðum Uu, að hann hafi „vantað samband“,
á þessa leið:
En þegar þeir eru nú komnir upp með þaS aS maSurinn hati sjálfan sig
meira en nokkurt annaS kvikindi, hvernig á hann þá aS fara aS því aS elska
aSra menn? Drepa þá kanski? (282)
Úa afgreiðir þennan hugsunarhátt strax sem sjúklegan: „hvað er
að þér litli minn?“ En vandamálið sem Umhi reifar hér er ekki úr
lausu lofti gripið. Hann þekkir það af dæmi Saknússemms II, eins
af lærisveinum og lífmögnurum Godmans Sýngmanns: