Skírnir - 01.01.1975, Page 146
144 BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
Eg hef aldrei heyrt annað en í stríði séu tveir málstaðir: illur og góður.
Saknússemm II: Bullshit.
Þegar tveir hundar hítast eru þeir að skifta á milli sín sömu hugsjón; sömu
trú. I stríði er ekki til málstaður nema málstaður stríðsins og hann er sá að
hafa stríð. Sá sem er holdsveikur hefur þann málstað að vera holdsveikur.
Holdsveiki hefur aungvan málstað nema holdsveiki. (150-1)
Ut frá þessum forsendum er óhugsandi að taka afstöðu með öðr-
um aðilanum í stríði. Og þá er óhugsandi að samsinna nokkurri
styrjöld. Stríðið er í sjálfu sér meginböl sem ekki verður afsakað
eða réttlætt í nafni málstaðar eða hugmyndakerfis.
Kristnihald undir Jökli er saga gegn stríði.
4
Jón Prímus er móthverfa Godmans Sýngmanns. Sýngmann var per-
sónugerving villigötunnar. Séra Jón er persónugerving vegarins.
Hann tekur gilt það sem Godman Sýngmann ekki vildi axeftéra:
kringumstæður mannlegs lífs á jörðinni, lífið sjálft. (176, 182) Með
samþykki sínu sýnir hann hvar hann stendur. En hverjar eru for-
sendur hans, hvað hefur hann undir fótunum þar sem hann stendur?
Hugsunarháttur Jóns Prímusar er í meginatriðum taóískur. Og und-
irstaðan undir hugmyndum hans er gangur lífsins í heiminum, eða
sköpunarverkið. Sköpunarverkið birtist okkur í náttúrunni, þar sem
allt lýtur tilgangi, og í hringrás náttúrunnar. Því vísar séra Jón oft
til samhengisins í náttúrunni ef hann á að útskýra hugmyndir sínar,
til ærinnar sem finnur lambið sitt (182) eða til samlífis fífils og
hunangsflugu. (188-9) Náttúran er eina viðmiðun í hugarheimi
séra Jóns Prímusar, maðurinn verður að hans viti að semja sig að
hringrás náttúrunnar. Árstíðirnar eru breytilegar, en allar jafngóð-
ar:
Séra Jón: Eg fer a'ð hlakka til vorsins á útmánuðum um leið og fyrsta skegl-
an flýgur innyfir. Á sumrin vex þetta litla blóm sem deyr. Með hausti fer ég
að hlakka til vetrarins þegar alt þagnar nema brimið, og ryðbrunnar skrár,
ónýtir pottar og oddbrotnir hnífar þyrpast kríngum þúsundþjalasmiðinn. (176)
I raun og veru heitir Jón Prímus Jón Jónsson. Eins og Godman
Sýngmann auðkennist prestur af sínu nýja nafni. Auknefni hans,
prímus, merkir hinn fyrsti, sá sem minnst hefur misst. Eftir kenn-