Skírnir - 01.01.1975, Page 147
SKÍRNIR
TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR
145
ingu séra Jóns á rnaðurinn ekki að reyna að skáskjóta sér að þeim
niðurstöðum sem honum þóknast sj álfum. Það leiðir á villigötur og
veldur bæklun á sálarlífinu, eins og sjá má af Sýngmanni. Enda er
slík viðleitni marklaus þegar allt kemur til alls: „Við komumst ekki
kríngum þessa formúlu hvorteð er.“ (227) Bænir eru undanþágu-
beiðnir, stílaðar til almættisins, og því er séra Jón á móti bænar-
gerðum. (190, 210) Hann er nánast forlagatrúar, og því er það ekki
út í bláinn að Sýngmann kallar hann múhameðsmann. (176) Það
sést af orðaskiptum Umba og séra Jóns að múhameðstrú er hér tek-
in sem forlagatrú:
Umbi: Deyr fé deya frændur.
Séra Jón: Það gerir ekkert til.
Umbi: Deyr sjálfur ið sama.
Séra Jón: Allah er Allah. (83)
Trú á upprisu er tilraun til að koma sér hjá eða sigrast á dauðan-
um. Því brýtur upprisutrúin í bága við lífspeki séra Jóns, og þess
vegna tregðast hann við að eiga hlut að kirkjulegri greftrun. Enda
stendur í greftrunarformála kirkjunnar: Af moldu ertu kominn, að
moldu skaltu aftur verða, af moldu skaltu aftur upp rísa. Þetta kall-
ar Jón Prímus skólastíska fölsun á Aristótelesi. (223) Við útför
Godmans Sýngmanns forðast hann líka þennan fyrirskrifaða for-
mála. Ritningarstaðurinn sem hann leitar að og finnur snýst hins
vegar um það að sama afl ráði lífi og dauða, dauði og líf eigi heima
í sömu hringrás.
Það er undarlegt háttalag sóknarprests undir Jökli sem hrindir
atburðum af stað í Kristnihaldi. Verkefni Umba er umfram allt að
rannsaka háttalag og hugmyndir séra Jóns, ganga úr skugga um
hvort hann sé vitlaus eða kannski gáfaðri en allir hinir. (11-12)
Þetta er ekki auðvelt verk. Jón Prímus hefur harla óvenjulegar skoð-
anir á ýmsum efnum, og oftlega ruglar hann Umba í ríminu. En
undarlegar skoðanir hans og uppátæki reynast við athugun vera
sjálfum sér samkvæm og eiga sér sameiginlega undirstöðu í hugar-
heimi hans.
Séra Jón hefur heldur en ekki skrýtna skoðun á því hvað orð séu.
„Orð eru villandi,“ segir hann. (106) „Ekkert er eins útí bláinn og
orð.“ (228) Umbi hefur þá algengu skoðun að orð geti eftir atvik-
um verið sönn eða ósönn. Að sögn séra Jóns fer því fjarri. Hann
10