Skírnir - 01.01.1975, Page 148
146
BETH JUNCKEK OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
gengur út frá því að merking málsins ákvarðist af almennu sam-
komulagi. Hann lætur sér ekki nægja að segja Umba þetta, en gerir
honum það skiljanlegt með dálitlum leik:
Séra Jón: Hefur yður aldrei dottið í hug að orSiS hús þýðir ekki hús og á
ekkert skylt viS hús?
Umbi: Eg vona að })ér séuð þó séra Jón.
Séra Jón: ÞaS er af og frá.
Umbi segir fyrst, nú vandast máliS; andvarpar síðan og bætir við, hvað eig-
um við að taka til bragðs?
ViS horfum báðir ráðalausir útí bláinn um stund. Séra Jón segir að lokum:
Ættum við ekki að gera samkomulag einsog litlu börnin þegar þau fara að
leika sér? Annars gæti orðið ósamkomtdag. Eigum við ekki að segja, þetta á
að þykjast vera hús? Og ég á að þykjast heita séra Jón Prímus. (97-8)
Ur því að merking málsins helgast af samkomulagi, og er því
mannasetning, geta orðin ekki heldur vísað til veruleika:
Ég held bara að orð orð orð og sköpun heimsins sé tvent ólíkt; tveir ósam-
rímanlegir hlutir. Ég sé ekki hvernig sköpunarverkinu verður breytt í orð;
þaðanafsíSur bókstafi; - varla einusinni lygasögu. (107-8)
Jón Prímus tekur það sem hann ýmist kallar sköpun heimsins eða
sköpunarverkið fram yfir orð. Umhi, sem mótaður er af kristnum
viðhorfum, lítur svo á að sköpun heimsins sé lokið fyrir löngu.
Þess vegna verður hann nokkuð hvumsa við skoðun séra Jóns að
sköpuninni sé enn ólokið. I munni séra Jóns merkir sköpun heims-
ins og sköpunarverkið hið sama, og sköpunarverkið fer sífellt fram.
Gangur lífsins er sköpunarverk þar sem sumt ferst en samtímis fæð-
ist annað nýtt. Skilningur séra Jóns á tímanum bendir í þessa átt.
Enginn skilur tímann, hann er engu öðru líkur og ekki hægt að
gera grein fyrir honum með neinum þekktum hugtökum. Samt er
tíminn upphaf og endir á sköpun heimsins. (111) Sköpunarverkið
verður í tíma. Og þegar sköpunin er annars vegar má einu gilda um
orð. Þess vegna er Jón Prímus að bera sig að gleyma orðum. Hann
gefur í staðinn gaum að sköpunarverkinu sjálfu, liljum vallarins og
jöklinum. „Ef horft er á jökulinn nógu leingi hætta orð að merkja
nokkra guðs grein.“ (106) Þó er bersýnilegt að Jón Prímus hefur
enn meiri vantrú á rituðu máli en mæltu. Á steinöld, hamingjutíma
mannkyns, höfðu menn ekki letur. I bókum er maður enn f j ær sköp-
un heimsins en í hinu talaða orði.