Skírnir - 01.01.1975, Page 151
SICÍRNIR TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR 149
út af slíku og þvílíku getur leitt til stríðs. En aðeins eitt getur kom-
ið í veg fyrir það, og það er samkomulag:
Séra Jón: Alt líf rís á samkomulagi. Eg hélt þér vissuff aff viff verffum aff
koma okkur saman um hvort viff eigum aff lifa; annars verSur stríS. (295)
Samkomulag er þaff sem skiftir máli. Annars verffa allir drepnir. (297)
En hvað er þetta samkomulag. Það er í fyrsta lagi andstæða
hugsjónanna um sannleika og réttlæti. Sá sem gengst undir grund-
vallarregluna um samkomulag afsalar sér um leið rétti til að berjast
gegn lyginni og ranglætinu. Maður verður tam. að láta sér vel líka
að grínistar reki á almenningskostnað hraðfrystihús sem aldrei bera
sig. (296) Þetta mundu flestir telja vísvitað skoðunarleysi. En skoð-
unarleysið, óvirknin, andúðin á hvers konar baráttu er burðarás
samkomulagshugsjónarinnar, og þar með friðarboðskaparins í
Kristnihaldi undir Jökli.
Fólkið í sögunni hefur mismunandi skoðanir og afstöðu til styrj-
alda. Godman Sýngmann hefur í raun varið ævi sinni í þágu stríðs-
tækninnar. Lærisveinn hans, hernaðarsinninn Saknússemm II lítur
á stríðið sem skemmtun: „í stríði er ekki til málstaður nema mál-
staður stríðsins og hann er sá að hafa stríð.“ (151) í sögunni er
reynt að sýna fram á hve innantóm eru slagorð hins góða málstaðar
til að réttlæta styrjaldir. Ahangendur vígbúnaðar og styrjalda eru
til með að hefja stríð í nafni frelsis, lýðræðis, menningar, meira að
segja í nafni friðarins sjálfs. Og hinn góði hversdagsmaður og með-
alborgari, eins og Umbi, lætur ginnast af trú sinni á hinn góða mál-
stað til að fara í stríð þótt hann kjósi frið.
Jón Prímus er málsvari miklu róttækari friðarstefnu, stefnu
sem undir engum kringumstæðum sættir sig við stríð, unir frekar
ranglæti en hefja styrjöld. Hann vísar öndverðan veg við blindgötu
hernaðarhyggjunnar. í hugarheimi hans, þar sem félagslegar að-
stæður eru einskis metnar, verða allar þær hugsjónir sem nota mætti
til réttlætingar baráttu og stríði innantómar og með öllu marklaus-
ar. En vegna hugmynda hans um friðsamlegt samkomulag fær líf-
speki séra Jóns engu að síður samfélagslega og pólitíska merkingu.