Skírnir - 01.01.1975, Page 154
152
BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
Missir Úu verður til að vekja Jón Prímus, sálnahirði og sóknar-
prest undir Jökli, til nýrrar lífsvitundar. Það sýnir sig að lífið er
meira fyrirtæki en hann vissi. I staðinn fyrir sitt fyrra kall fær
hann nýja köllun:
Séra Jón: Hvaða líf, ja það er nú einmitt það! Eg skildi það ekki fyren
brúður mín var horfin ásamt vini mínum. (104)
Séra Jón: Þetta orð gat þýtt alt og ekki neitt en þegar það hætti að hljóma
þá var einsog öll önnur orð hefðu tapað merkíngu. En það gerði ekkert til.
Það smákom aftur.
Dr. Sýngmann: Smákom - hvað?
Séra Jón: Hér /um árið þá valt hestur ofan Goðafoss. Hann flaut lifandi
uppá klöppina neðanundir. Klárinn stóð hreyfíngarlaus og heingdi niður haus-
inn í rúman sólarhríng undir þessu ógurlega vatnsfalli sem hafði fleytt hon-
um ofan. Kanski var hann að reyna að muna hvað lífið hét nú aftur. Eða hann
var að hugsa af hverju heimurinn hefði orðið til. Hann gerði sig ekki líkleg-
an til að taka framar niður. Á endanum hafði hann sig samt uppá árbakkann
og fór að bíta. (174-5)
Séra Jón: Ja það er nú það. Ég er afturámóti einsog þessi hestur sem var
stromphissa í sólarhríng. Leingi vel hélt ég að ég mundi aldrei afbera að hafa
komist af. Síðan fór ég aftur útí haga. (176)
Hesturinn komst að raun um að það kæmi fyrir lítið að hugsa
margt um lífið og heiminn. Héldi hann því áfram mundi það kosta
hann lífið. Meiningin með lífinu er að lifa því. Séra Jón kemst að
sömu niðurstöðu. Eða eins og hann líka segir:
Séra Jón: En það er gaman að eiga fallega skó. Einusinni átti ég fallega
skó. Og stúlku.
Umbi: En núna?
Séra Jón: Ég hef jökulinn; og náttúrlega akursins liljugrös: þau eru hjá
mér, ég er hjá þeim; en umfram alt jökullinn. (87)
Séra Jón öðlast nýja köllun: hann verður ígildi Krists í sögunni.
Lífshættir hans eru eftir anda og orðum fj allræðunnar:
Þess vegna segi eg við yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér
eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka (...) Lítið til fugla himinsins, þeir
sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir
fæðir þá; eruð þér ekki miklu fremri en þeir? (...) Gefið gaum að liljum
vallarins, hversu þær vaxa; þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur, en ég
segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein
þeirra. (Matteus, 6:25-9)