Skírnir - 01.01.1975, Page 156
154
BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
Foreldrar svona stúlkna senda }>ær burt um fermíngu að vinna fyrir sér, ösku-
buskur í höfuðstaðnum. Þá kemur altíeinu uppúr dúrnum að }>ær eru ekki ein-
hamar. Þegar búið er að færa }>ær úr pjötlum eru þær drotníngar. Þær ná
valdi alt í kríngum sig }>ar sem þær eru settar niður. Þær geta ekki að því
gert. Þær bera ægishjálm yfir fólki. Karlmönnum finst einhlítt að krjúpa
þeim; húsmæður þeirra fara að hella úr hjá þeim. Þar var nú stúlkan sú. Hún
hét Úa. (102)
Halldór Laxness styðst aS vísu viS biblíusögur, en hann lagar
þær í hendi sér og leggur eigin skilning í efni þeirra. Þannig er
hinni upprunalegu farsæld í Eden ekki lýst sem sæluríki sem eigi
aS endurreisa. Sakleysi og hreinlífi hinna fyrri daga fól í sér ein-
földun raunverulegs lífs, vanmat á eSli manns. „ViS tveir höfum
hjálpast aS því aS koma henni fyrir,“ segir líka séra Jón um þá
Sýngmann og Uu. (229) Jón Prímus þurfti á umskiptunum aS
halda. Því er freistingunni ekki lýst sem siSferSislegu syndafalli:
hón var öllu heldur nauSsynlegt upphaf nýrrar þróunar. Hin nýja
þróun stefnir aS jafnvægi allra þeirra andstæSna, andlegra og efn-
islegra sem veruleikinn og mannlífiS geyma. Allar athafnir Jóns
Prímusar eru í þágu þess.
Slík þróun gæti líka gengiS í aSra átt: hinn hreinlífi ídealismi
gæti aS sínu leyti snúist upp í efnishyggju, hugmyndafræSilega
valdsýki. Þeirri hættu er lýst í mynd Sýngmanns í sögunni. Nú á
tímum fer fram barátta á milli þessara tveggja úrkosta, barátta um
líf og dauSa, hvort lífiS eigi aS farast eSa endurfæSast í nýju jafn-
vægi andstæSna. Því má í Ijósi hinnar goSsögulegu túlkunar efnisins
orSa upp á nýtt aSalþema skáldsögunnar um árekstur hinna önd-
verSu viShorfa. Þau eru annars vegar kerfismyndandi einsýni þeirra
sem þykjast hafa öSlast réttan skilning á heiminum og lífinu og þar
meS vald yfir mönnum, leiStogar, vandlætarar, hugmyndafræSing-
ar . .. hiskupinn, Sýngmann: Satan. Hins vegar kerfissundrandi
margrœðni sem gefur lífinu sjálfu máttinn og dýrSina . . . Jón Prím-
us: Kristur.
6
Tumi Jónsen safnaSarformaSur og séra Jón eru sérkennilegir hvor
á sinn hátt en þó er eitthvaS sameiginlegt í fari þeirra. ÞaS sýnir
sig þegar þeir eiga aS segj a deili á sér: