Skírnir - 01.01.1975, Page 161
SKIRNIR
TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR
159
inni dauður eSa ekki: þau eySileggingaröfl sem í honum birtast eru
ekki dauS í veruleikanum.
ÞaS er í skýrslu Umba sem fram kemur þessi greining á stríSandi
öflum veruleikans. Skýrslan er hluti hins goSsögulega mynsturs:
umritun Halldórs Laxness á biblíusögum til aS sýna fram á raun-
verulegar sögulegar aSstæSur. Umbi er bæSi hlutlaus skýrslugerSar-
maSur og nýr guSspjallamaSur: hann færir í letur hiS nýja testa-
menti um sköpun heims og nýj a upprisu hans:
Umbi: Annað mál er það hvort mataræði skýrslugerðarmanns eigi heima í
skýrslunni. Lúkas hefur skráð postulanna Gjörníngabók en það stendur ekki
hvað hann hafi borðaÖ á meðan.
Séra Jón: Því miÖur. (163)
7
1 lýsingu stéttaandstæSna í sínum fyrri skáldsögum: Sölku Völku,
SjálfstæSu fólki, Heimsljósi, Islandsklukkunni, AtómstöSinni, legg-
ur Halldór Laxness einatt mikiS upp úr mismuninum á stjórnmála-
mönnum og fólkinu. MeS orSaflaumi sínum hjúpa stj órnmálamenn
hinar raunverulegu aSstæSur í samfélaginu, skapa gervi-árekstra og
gervi-átök - sér til pólitísks og f j árhagslegs framdráttar.
Um slíkar heimspólitískar mótsagnir fjallar hann í fyrrnefndri
ritgerS um vandamál skáldskapar á vorum dögum:
Aðeins eitt getur gefið umræðum vorum um menníngu einhverja merkíngu,
og það er friður. Það er líka hverju orði sannara: vér verðum að berjast atalt
fyrir málstað friðarins, og fyrir því að mannkynið lifi af, því þeir valdhafar
sem berjast fyrir málstað stríðsins og útrýmíngu mannkynsins eru öflugir, og
þeir liggjá sannarlega ekki á liði sínu. Og þegar listamaður eða skáld stendur
andspænis veruleik vorra tíma, þá eru það ekki í fyrsta lagi vandamál skáld-
skap.arins, spurníngar um form og efni, eða um víxlverkanir skáldskapar og
raunveruleika, sem alt er undir komið, heldur framar öllu öðru spurníngin um
áframhaldslíf mannkynsins hér á jörðu - já eða nei; spurníngin um að vera
eða vera ekki í fylstu merkíngu þess orðs.
Mér virðist að sé maður ekki jákvæður um þetta atriði, og um leið reiðuhúinn
að leggja eitthvað af mörkum í þágu friðarins og til þess að vinna gegn stjórn-
málamönnum tortímíngarinnar, þá geti maður hvorki verið skáld né listamað-
ur. Sá sem ekki er mannfólkinu unnandi er ekki heldur til fær aS skapa lista-
verk í neinu formi. AS skrifa útí bláinn, að semja bækur fyrir auðn og tóm,
er ógerníngur; og enn meiri ógerníngur er að semja bækur eða búa til lista-