Skírnir - 01.01.1975, Page 162
160 BETH JUNCKER OG BENT S0NDERGARD SKÍRNIR
verk handa mannkyni sem maður hefur ekki trú á, mannkyni sem maður fyrir-
lítur og vonar aS verði tortímt; í því falli mun verSa lítt gerlegt aS hreyfa
pennann. (Dagur í senn, 194, 214-15)
I ritgerðinni glímir Halldór við tvíþætt vandamál. Það er annars
vegar andstæðir hagsmunir valdhafa heimsins og alþýðu manna,
stjórnmálamanna og fólksins. Af þessari mótsögn stafar hættan á
heimsslitum:
Almenníngur, hvort heldur í austri eSa vestri, kemur þar ekki viS sögu öSru-
vísi en til aS semja ályktanir, ávörp, skírskotanir og bænarskrár til þessara
stjórnmálamanna um aS binda enda á pex og rifrildi og hætta viS fyrirætlanir
sínar um útrýmíngu á íbúum jarSarinnar. Ef marka má fréttir þær sem fluttar
eru í blöSum og útvarpi, virSist deila þessi háS milli fáeinna stjórnmálamanna
aS öSru leytinu og almúgafólks heimsins aS hinu. (194-5)
Og hins vegar er afstaða rithöfundarins, listamannsins til þessara
heimssögulegu átaka og baráttu.
í Kristnihaldi undir Jökli er fjallað um þessar sömu mótsagnir,
öndverðu viðhorf og baráttu þeirra. I stað raunsærrar samfélags-
lýsingar hinna fyrri sagna er hér komin viðmiðun við hið alþjóð-
lega kalda stríð, í stað pólitískrar skoðunar kemur heimspekileg
skýring. Viðfangsefnið er einnig tvíþætt í Kristnihaldi. Annars veg-
ar eru hin öndverðu viðhorf þeirra dr. Godmans Sýngmanns og séra
Jóns Prímusar og árekstur þeirra. Hins vegar afstaða Umba, manns
og rithöfundar, til þessarar baráttu.
Það eru valdamenn heimsins, og togstreita þeirra um hagsmuni,
sem flækja alþýðu manna um allan heim, þvert ofan í hennar eigin
hagsmuni, inn í alheimsátök sem leitt gætu til alheimsstyrj aldar og
allsherjar eyðileggingar atómsprengingar. Þessum háska er lýst í
Kristnihaldi undir Jökli. Annars vegar eru handhafar auðs og valds
í heiminum. Hins vegar almúgafólk heimsins. Frið eða stríð, lífið
eða dauðann: um þær andstæður snýst sagan:
Dr. Sýngmann: ASeins eitt skiftir máli John: tekurðu þaS fyrir gilt? (...)
Ég tek þaS ekki gilt John! ÞaS eru takmörk fyrir tilætlunarsemi skaparans.
Ég læt ekki bjóSa mér aS bera þennan alheim á bakinu leingur einsog þaS
væri mér aS kenna aS hann er til. (175)
Séra Jón tekur sér nú enn í munn hiS furSulega orS „þaS“ og segir: Ég tek
þaS gilt. (182)