Skírnir - 01.01.1975, Page 163
SKÍRNIR
TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR
161
í Kristnihaldi undir Jökli kemur fram greinargerð Halldórs Lax-
ness fyrir þeirri hættu sem að heiminum steðjar, rök hans fyrir því
hvernig sigrast verði á hættunni. Umbi sýnir hvaða afstöðu taka
verður í baráttunni: afstöðu listamannsins sem manneskju.
8
í viðkynningu Umba og samræðum við fólk undir Jökli koma fram
einstakir þættir greiningarinnar á veruleika undir jöklinum. Reynsla
Umba veldur hvörfum í hans eigin lífi. I skýrslu hans er sögð saga
Jóns Prímusar frá því hann er, eins og Umbi, ungur og hreinlífur
prestur á fallegum skóm, frá þeirri reynslu sem byltir undirstöðum
lífs hans og beinir því inn á alveg nýj ar brautir. Saga Umba verður
endurtekning á sögu séra Jóns. 1 sögulokin stendur Umbi í sömu
sporum og Jón Prímus þegar Ua hafði hlaupist á burt frá honum
og hann átti fyrir höndum að taka til við sitt nýja kall.
I inngangi sögunnar er Umba lýst sem manni á krossgötum. Hing-
að til hefur hann látið sér nægja yfirborð hlutanna, ferðast um-
hverfis þá eins og Fíleas Fogg í sögu Jules Vernes: Umhverfis jörð-
ina á 80 dögum. Af þessu ræðst afstaða hans til lúterskrar guð-
fræði:
Biskup: Og guðfræðin, alt í besta lagi, er það ekki?
Undirritaður: Ætli það ekki. Eg er nú ekki mikill trúmaður sosum.
Biskup: Rasjónalisti? Ja þar fóruð þér með það! Það má sveimér vara sig
á því. Vondur kall Ras-Jón.
Undirritaður: Ekki veit ég hvað á að kalla mig. Líklega vanalegur nútíma
asni. Annað ekki. Eg fékk ekkert slæmt í teólógíu fyrir því. (9)
Umbi hefur enga skoðun, og skoðunarleysið færir honum góðar
einkunnir í guðfræðinni. Sem skýrslugerðarmaður veruleikans (en
ekki sýnóduss, sbr. 7) lendir hann inn á aðra braut. Hann hættir
ferð sinni umhverfis jörðina og leggur í staðinn upp í aðra ferð,
inn að miðju hennar, eins og frá segir í annarri sögu eftir Jules
Verne, sem honum þótti í upphafi minna til koma (10), Leyndar-
dómum Snæfellsjökuls:
Stundakennari einn lítill að sunnan ekur aungva hraðbraut þann dag er hann
finnur sjálfan sig í sporum Ottós þess Lidenbrocks kynjamanns er hér var á
hnotskóg um árið eftir Árna Saknússemm íslendíngi. Prófessor Lidenbrock
rakti spor þessa heimspekíngs og gullgerðarmanns onum gíginn á Snæfells-
11