Skírnir - 01.01.1975, Page 165
SKÍRNIR TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR 163
Tumi Jónsen: Að öllu samtöldu getur vafist fyrir mönnum að skilja ýmis-
legt undir Jökli ef beskyn vantar á kvenfólkið. (72)
Séra Jón: Ég vildi að þér ættuð eftir að kynnast þessari konu úngi maður.
Umbi: Til hvers?
Séra Jón: Þér munduð skilja lífið. (103)
í konunni kemst á hið mikla samband milli manns og jökuls,
hrynjandi náttúrunnar og hrynjandi mannlífsins. Ua skírskotar sjálf
til upphafs síns í náttúrunni: „Þetta er orð úr máli æðarfuglsins
heima, úa-úa, hann kendi mér að skilja lífið.“ (265) Og þegar
jörðin opnast undir Umba vísar séra Jón honum á nýja fótfestu:
Umbi: Semsé frúin er komin séra Jón. Nú ættu ekki að vera leingur maðk-
arnir í mysunni.
Séra Jón: Já þetta er áreiðanlega besta kona. Og þér eruð úngur maður.
Viljið þér ekki taka þessa konu að yður. (293)
Umbi her upp við Úu sína síðustu og mestu spurningu, þá spurn-
ingu sem skýrslugerðin hefur lagt fyrir sjálfan hann: „þegar ekk-
ert er framar rétt né rángt, af hverju höfum við manneskjur þá
orðið til og hvað eigum við að gera?“ (305) Það er sama spurn-
ing sem þeir glímdu við, hesturinn og séra Jón Prímus þar sem
þeir stóðu uppi stromphissa. Svarið verður: við eigum að sam-
þykkja lífið, taka það fyrir gilt:
Konan: Viljið þér ekki heldur reyna að taka þátt í heimsku manna góður-
inn minn? Það er öruggara. En munið, þér verðið að gera það af öllu hjarta
og öllu hjarta og af öllu hjarta - og hvað var nú aftur það þriðja? Já lítið til
fuglanna í loftinu, því var ég nærri búin að gleyma. (306)
Umba eru orðnar ljósar sínar eigin takmarkanir. Af því stafar
ósk hans „að snúa við á ævibraut minni og (...) slást í för með
yður á enda veraldar“. (312) Og svarið:
Konan: Sjáið þér ekki yður sjálfan maður! Skiljið þér ekki að þér hafið
vakið mig upp? Það er yðar sök að ég kenni mín aftur eftir lángan svefn. Þú
ert bundinn þeim sem þú vaktir. Þú skalt fylgja mér á enda veraldar. Nú kent
ég við þig beran. (315)
Þar með er sagan úti, skýrslu lokið, umboðsmaður biskups allur.
Skýrsla hans varð eftirmæli biskups, ráðuneytis og umboðsmanns.
Sögulokin lýsa upphafi hins nýja Umha þegar hafið er á ný hið