Skírnir - 01.01.1975, Page 167
MAGNÚSPÉTURSSON
Fyrsta hljóðritun nútímaíslenzku
Á þjóðhátíðarárinu 1974 voru liðin 80 ár, síðan fyrsti texti nú-
tímaíslenzku birtist hljóðritaður í málgagni Alþjóðasambands hljóð-
fræðinga, Le Maítre Phonétique.
Le Maítre Phonétique er algjörlega prentaður í hljóðritun Al-
þjóðasambandsins til að sýna í verki, að þetta stafróf geti í raun
og veru verið alþjóðastafróf, er færi menn yfir hefðbundna og
staðnaða stafsetningu beint að kjarna hins lifandi máls, málhljóð-
um lifandi framburðar.
Þrír Islendingar virðast hafa verið meðlimir Alþjóðasambands
hljóðfræðinga nánast frá byrjun, ef marka má meðlimaskrár þær,
sem prentaðar eru með riti félagsins. Elzti árgangur, sem ég hefi
átt aðgang að, er frá 1892. í 7. bindi 1892 birtast á bls. 8 nöfn
þeirra dr. Björns M. Olsens og Geirs Zoega, sem báðir eru skráðir
kennarar í Reykjavík. I dálki Danmerkur ofar á síðunni við nr. 283
stendur nafn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, sproglœrer, Aarhus. Það
er Sveinbjörn, sem er höfundur þessa fyrsta texta. Sveinbjörn varð
síðar lektor í Árósum og starfaði áfram að íslenzkri hljóðfræði. Birti
hann aðra grein í Le Maítre Phonétique 1905, en fyrst og fremst
er hann þó þekktur fyrir lífsstarf sitt, bókina lcelandic Phonetics
(Acta Jutlandica 5, Supplementum, Aarhus 1933, 96 bls.), sem átti
að verða fullkomin íslenzk hljóðfræði, en honum auðnaðist ekki að
ljúka við. Bókin var gefin út að Sveinbirni látnum af danska mál-
fræðingnum prófessor Otto Jespersen, sem ritar formála fyrir henni,
en bókin er rituð í anda kenninga Jespersens. Hér verður ekki frek-
ar getið um þessi síðari rit, heldur vikið nánar að þessum fyrsta
texta frá 1894 í Le Maítre Phonétique, 9. bindi, 5. hefti, bls. 97-100.
Framan við textann hefur ritstjórinn, franski hljóðfræðingurinn
Paul Passy, sem árið 1891 birti doktorsritgerð á latínu um þróun
og breytingar íslenzkrar tungu De Nordica Lingua (Firmin-Didiot,