Skírnir - 01.01.1975, Side 168
166
MAGNUS PETURSSON
SKÍRNIR
Paris 1891), ritað sex línur, þar sem liann harmar að hafa orðið
að fella niður hluta af framburðarlýsingu Sveinbjörns sakir pláss-
leysis í blaðinu. Nú á 80 ára afmæli hljóðfræði nútímaíslenzku her
vissulega að taka undir orð Passy og harma, að texti Sveinbjörns
skyldi ekki allur prentaður.
Sveinbjörn lýsir [p t k] í framstöðu sem fráblásnum en orku-
minni að því er tekur til fráblástursins en í dönsku. I innstöðu eru
þau svipuð og í frönsku, en það þýðir, að Sveinbjörn hefur í huga
sunnlenzkan framburð. [b d g] eru sögð hafa sama gildi og í
dönsku, en vera orkumeiri. Þessi gleymda athugasemd er athyglis-
verð í Ijósi nýjustu niðurstaðna rannsókna á íslenzku lokhljóðun-
um. Gómlokhljóðunum er lýst sem hálflokhljóðum (affrikata) og
er Sveinbjörn einn um þessa skoðun ásamt Buergel Goodwin síðar
meir. Sveinbjörn tekur fram, að [s] hafi ekki samsvarandi raddað
hljóð, en valdi hins vegar breytingum á grannhljóðum sínum.
Þarna er komin hugmyndin um, að rituð p t k séu hlj óðfræðilega
[b d g] á eftir s í framstöðu, en þessi hugmynd hefur gengið í gegn-
um allar hljóðfræðilegar lýsingar íslenzks framhurðar síðan. [hj,
5] eru talin myndast aftar en „ig“ í þýzku, og staðfesta nýjustu
rannsóknir það. Sveinbjörn getur bæði um tungubrodds- og tungu-
baks-r og hann hljóðritar [hn hl hr hj ]. Það staðfesta nýjar rann-
sóknir að því er tekur til hn hl hr. Raddbandalokhlj óðið telur hann
aðeins til við áherzlumikinn framhurð.
Sveinhjörn hefur næmt eyra fyrir setningahljóðfræði og getur
hann sérstaklega um, að h og ð geti horfið í framhurði. Hann getur
um afröddun samhljóða í enda orðs, en erfiðara er að samþykkja
afröddun sérhljóðanna (sbr. bls. 97).
í lýsingu sérhljóðanna stendur sú almenna athugasemd, að kring-
ingin sé veik og bætt er við, að Islendingum sé ekki um að opna
munninn og erfitt yrði að lesa málið af vörum þeirra. Nýjar rann-
sóknir sýna algjörlega fram á réttmæti athugasemdarinnar um
kringingu í íslenzku.
Við lýsingu sérhljóðanna er ekki margt að athuga. Lýsingin á
[e - e] (=i e) sýnir, að höfundur hefur tekið eftir flámælisfram-
burði. [0 - œ] (=u ö) eru talin opnari en í frönsku. Þetta hafa
nýjar rannsóknir staðfest og hefur Sveinbjörn þarna því rétt fyrir
sér, einn gagnvart öllum síðari tíma hljóðfræðingum. Það kemur