Skírnir - 01.01.1975, Page 174
172
HELGI J. HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
hefur notkun þeirra ekki verið lýst nógu vel í málfræðibókum. Ég
vék oft að þessu í þáttunum bæði að eigin frumkvæði og eftir
ábendingum annarra. Setning úr dagblaði: „Krókódílarnir nálguð-
ust úr sitt hverri áttinni.“ Við þetta gerði ég svohljóðandi athuga-
semd: Þarna átti að sjálfsögðu að standa: „Krókódílarnir nálguð-
ust sinn úr hverri áttinni.“ Fornöfnin eiga að standa í sama kyni
og nafnorðin sem þau standa með eða koma í staðinn fyrir. Ur bréfi
þar sem vitnað er í útvarpsþátt þar sem tekið var dæmi af þremur
fjölskyldum sem allar keyptu sér ýsu í matinn: „Síðan suðu hús-
mæðurnir sitt hvora ýsuna, í sitt hvoru eldhúsinu, á sitt hvorri elda-
vélinni.“ Rétt verður málsgreinin þannig: Síðan suðu húsmæðurnar
hver sína ýsuna, hver í sínu eldhúsi, hver á sinni eldavél. Úr bréfi
af Langanesi: „Tveir þekktir menn, ásamt háskólagengnum um-
ræðustjóra, komust þannig að orði, að þeir væru úr sitt hverjum
flokki og sitt hverri stétt.“ Væntanlega hafa þeir verið hvor úr sín-
um flokki og hvor úr sinni stétt.
Sérstæða óákveðna fornafnið eitthvað sækir mjög á hið hliðstæða
eitthvert. I sjónvarpinu talaði lærður maður um eitthvað landssvœði
í staðinn fyrir eitthvert landssvœði. Sama er að segja um nokkuð og
nokkurt.
„Varla er bœði rétt“ stóð í bréfi sem ég fékk. Þar hefði átt að
standa: Varla er hvort tveggja rétt.
„Hljómsveitin er allt önnur.“ Þarna er ekki samræmi milli nafn-
orðs og fornafns. Hljómsveitin er öll önnur.
c) Sagnorð. Nokkur brögð eru að því að sagnorð séu rangbeygð,
einkum af því að tveimur sögnum er blandað saman. „Hann draup
höfði“ heyrðist sagt í hljóðvarpinu. Hér átti að standa: Hann drúpti
höfði. Sögnin að Ijá er stundum höfð í þátíð Ijáði — Ijáð í staðinn
fyrir léði - léð. Þar mun gæta áhrifa frá sögnum sem beygjast eins
og spá. I dagblaði var talað um þá „baráttu, sem hún háir á erlend-
um mörkuðum“. I öðru dagblaði var komist svo að orði að það
væri „ekki svo lítið af fugli sem nú háir dauðastríð“. Þarna er
blandað saman sögnunum: heyja - háði - háð og há - háði - háð.
Það er ekki svo lítið af fugli sem nú heyr dauðastríð. Það háir hon-
um að annar fóturinn er styttri, en hann heyr ótrauður lífsbaráttu
sína. „Hann kvað ekki enn ákveðið, hverjir taki þátt í umræðunum
við Alþýðuflokkinn, sem hann bjóst við að hefðust eftir helgi.“