Skírnir - 01.01.1975, Page 178
SKÍRNIR
176 HELGI J. HALLDÓRSSON
trékubb í munn á einhverjum svo að hann geti ekki gefið frá sér
hlj óð.
Þegar blaðamenn tala um áhafnarmeðlimi, en það hendir nokkuð
oft, virðast gleymd orðin: áhöfn, skipshöfn, skipverjar og bátsverj-
ar.
Stundum eru orð notuð ranglega eða ranglega stafsett af því að
menn vantar tengslin við upprunann. I sjónvarpinu var komist svo
að orði að vœnta megi húsnæðiseklu í Vestmannaeyjum. Þarna er
tæplega rétt að nota sögnina að vænta. Hún er samstofna orðinu
von, sem hét á eldra stigi ván. Við væntum ekki þess sem okkur er
óhagstætt, en við getum kannski búist við því og óttast það.
Oft segja menn ranglega samrýmdir fyrir samrýndir. Síðari liður
þess orðs er myndaður með i-hljóðvarpi af rún í merkingunni
leyndarmál, sbr. rúni: vinur, trúnaðarvinur og rúna: vinkona. I
Völuspá er talað um þann sem annars glepur eyrarúnu. Og í Háva-
málum segir: Annars konu / teygðu aldregi / eyrarúnu að.
3. Röng notkun orðtaka
Það getur farið vel á að skreyta mál sitt með orðtökum. Þó verð-
ur það að vera í hófi, gert af smekkvísi og umfram allt verður að
fara rétt með orðtökin. Þau eru svo viðkvæm að ekki má breyta staf-
krók og best er að varðveita tengslin við upprunann ef hægt er.
Ur dagblaði: „Hugmyndin að deila borgum í svefnhverfi, iðnað-
arhverfi, verslunarhverfi o. s. frv. hefur beðið algert gjaldþrot.“
Hér hafa tvö orðtök runnið saman. Það heitir að bíða skipbrot og
verða gjaldþrota.
Þráfaldlega er farið skakkt með orðtakið að gera eitthvað í blóra
við einhvern, sem merkir að gera eitthvað þannig að sökin falli á
annan. Alkunnugt er orðtakið: Gott er að hafa barn til blóra, venju-
lega sagt þannig að lítilmannlegt þykir að láta eigin sök falla á
barn. I hringborðsumræðum var talað um að ganga í blóra við,
greinilega í merkingunni að ganga í berhögg við, sem merkir að
koma opinskátt fjandsamlega fram gagnvart einhverjum eða gera
vitandi vits það sem einhverjum er þvert um geð.
„Það hefur komið á góma.“ Venjulega er sagt að eitthvað beri á
góma.