Skírnir - 01.01.1975, Page 181
SKÍRNIR
MÁLFAR BLAÐA OG ÚTVARPS
179
talað um aukningu á sölu í stað þess að sala hefði aukist. Talað er
um aukningu á einkaneyslu og minnkun á heildaraflamagni. Þessi
framkvæmd þýðir flýting á skýrslugerð.
Þessi nafnorðaárátta birtist einnig í því að nota nafnorð með
sögn þar sem sögn ein mundi nægja. Menn tala um að framkvœma
rannsóknir í stað þess að rannsaka, framkvœma eða gera könnun,
gera samþykkt, gera yfirlýsingu eða gefa yfirlýsingu, gera breyting-
ar, gera verðlœkkanir í stað þess að lækka verð, „voru gerðar
verðlækkanir í vikunni“, gera spá, gera mistök (e. to make mis-
take), gera átak. I dagblaði var talað um að „stórt átak yrði gert til
að efla Búr“ og í sama blaði var talað um „átök Reykjavíkurborg-
ar“. Ef menn efast um að ensku sagnirnar to do og make séu hér að
rugla íslenskuna ætti næsta dæmi að eyða þeim efa. Heyrt hef ég
talað um að gera líkskurð. Gleymd er þá sögnin að kryfja.
Ekki er að sjá sem mönnum þyki nóg að láta nafnorð styðja
sagnir, heldur er eins og þeir treysti ekki lengur lýsingarorðum
einum saman, nafnorðin verða einnig að fylgja þeim. Ekki virðist
nóg að tala um mikið eða lítið af einhverju heldur mikið magn eða
meira magn, lítið magn eða minna magn og jafnvel magnminnkun
eins og heyrðist í sjónvarpinu. Kona skrifaði mér og sagðist hafa
heyrt í útvarpinu talað um mikið magn af fólki við jarðarför. I út-
varpinu var einnig talað um mikið magn af gólfteppum og í sjón-
varpinu mikið magn af hjálpargögnum. I dagblaði var sagt að
stjórn Saudi-Arabíu hefði fyrirskipað olíufyrirtækjum þar í landi
að láta Bretum í té aukið magn olíu. Það virðist ekki nóg að segja
aðeins meiri olíu. Ég trúi vart að það vefjist fyrir mönnum að
finna uppruna alls þessa magns. í ensku er mikið talað um a great
magnitude eða quantity.
Þá skal ég minnast á nokkur sérhæfðari ensk áhrif. I fréttatil-
kynningu var talað um að „þróa nýjar tegundir úr hráefni okkar og
taka jafnvel nýtt hráefni inn í framleiðsluna“. Hvað er að þróa nýj-
ar tegundir úr hráefni? Sögnin að þróa er nær eingöngu miðmynd-
arsögn í íslensku, þ. e. að þróast. Onnur notkun er t. d. ekki nefnd í
orðabók Sigfúsar Blöndals. Árni Böðvarsson nefnir hana þó í ger-
mynd í orðabók sinni. Notkun germyndar er hinsvegar áreiðanlega
komin inn í íslensku úr ensku frá ensku sögninni to develop. Sú sögn
getur að vísu þýtt þar að þróast eða breytast, t. d. to develop into a