Skírnir - 01.01.1975, Side 183
SKÍRNIR
MÁLFAR BLAÐA OG ÚTVARPS
181
Þarna á ekki að nota sögnina að hafa (e. have), heldur fá. Ég er
hræddur um að enskan sé líka að rugla íslenskt málfar þegar menn
tala um að hafa ferðahug. Venjulega er sagt að það sé ferðahugur í
mönnum. Það er kominn ferðahugur í hann.
Þegar alla vega kemur í stað orðanna: að minnsta lcosti, áreiðan-
lega, umfram allt, hvað sem öðru líður, hvað um það, samt sem áð-
ur, er ég hræddur um að enska orðið anyway sé að valda íslensk-
unni málfátækt. Alla vega merkir allt annað, t. d. „alls konar“ eða
„með öllu móti“. Dæmi: Hún sýndi mér alla vega lita hárborða.
„í október er áin venjulega orðin þakin ís“ (e. covered with ice).
íslensk málvenja er að segja að áin sé lögð, ísilögð.
Því hefur brugðið fyrir að menn tali um að fara út „undir opinn
himin“ (e. under the open sky). íslensk málvenja er hinsvegar að
fara út undir bert loft.
Sitthvað er ólíkt í setningaskipan og orðaröð í ensku og íslensku.
Eitt er það t. d. að í ensku er persónufornafn á undan nafnorði því
sem það á að koma í staðinn fyrir. í íslensku er aftur á móti venja
að hafa nafnorðið á undan persónufornafni sem kemur þess í stað,
enda þykir okkur það rökréttara úr því að fornafn er fomafn, þ. e.
kemur í staðinn fyrir nafnorð. Ekki virðist öllum þýðendum þetta
ljóst. í frétt í dagblaði er þessi málsgrein: „Síðar, er hann varð
varaforseti, á Agnew að hafa fengið 50.000 dollara í einni greiðslu.“
Eftir íslenskri málvenju virðist hér vera um tvo menn að ræða, en
svo er ekki. Málsgreinin á að vera þannig: „Síðar er Agnew varð
varaforseti, á hann að hafa fengið 50.000 dollara í einni greiðslu.“
Ég hef ekki ensku frumgerðina, en í henni gæti málsgreinin hafa
hyrjað þannig: Later, when he hecame vice-president, Agnew o. s.
frv.
Annað dæmi um ranga orðaröð, sennilega fyrir ensk áhrif:
„Meirihluti sýningarráðs taldi elcld að þessi verk, sem Ragnar Páll
Einarsson lagði fram fullnægðu þeim lágmarkskröfum, sem gera
þyrfti til verka, sem sýnd yrðu í húsinu.“ Hér er neitunin á röngum
stað, kemur of snemma. Rétt er málsgreinin þannig: „Meirihluti
sýningarráðs taldi að þessi verk, sem Ragnar Páll Einarsson lagði
fram, fullnægðu ekki þeim lágmarkskröfum, sem gera þyrfti til
verka, sem sýnd yrðu í húsinu.“
Úr dagblaði: „Eftir nokkurt þóf og lyldaleit var okkur sagt af