Skírnir - 01.01.1975, Page 184
182
HELGI J. HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
stúlku í sælgætissölunni, aS við ættum að skipta um föt í nálægum
barnaskóla.“ Þetta er ensk oröaskipan og þó ekki þýðing úr ensku.
í ensku er mikið um þolmynd: „We were told by a girl.“ í íslensku
er eðlilegra að nota germynd: „Eftir nokkurt þóf og lyklaleit sagði
okkur stúlka í sælgætissölunni að við ættum að skipta um föt í ná-
lægum barnaskóla.“
Úr dagblaöi: „Einstaka sinnum kallaði leikstjórinn ábendingar.“
Eru þarna ekki ensk áhrif: to call out remarks? Er ekki órökrétt
að kalla ábendingar? Bendingar sjá menn en heyra ekki. Hægt er að
gefa bendingar. ESlilegri væri málsgreinin þannig: „Stöku sinnum
(ekki einstaka sinnum) kallaði leikstjórinn til leikaranna og gaf
ábendingar.“ Álíka meinloka er það þegar mönnum er boðið að
heyra sýnishorn, en slíkt er algengt.
Úr dagblaði um húsnæöismál: „Hins vegar hafa mörg þéttbýlis-
sveitarfélög gert myndarlegt átak í húsnæöismálum, t. d. innan
ramma laga um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og í gegnum
verkamannabústaðakerfið.“ Gægist ekki enskan þarna í gegnum
verkamannabústaðakerfið: Through the system?
Mörg fleiri dæmi mætti nefna um miður holl ensk áhrif á íslensk-
una. Eitt sinn hirtist á skjánum: „Hann er fœr um að muna öll
þessi nöfn.“ (E. He is able to remember all these names.) Einfald-
ara væri að segja: Hann getur munað öll þessi nöfn.
Að lokum JJr verinu: „Hafa fundist miklar lóðningar og veiðst
t. d. í 8 holum 350 lestir.“ Enska oröiö haul er eitt þeirra orða sem
láöist að þýða þegar íslendingar eignuðust fyrst togara. Það hefur
lengst af verið kallaö hol. Hið lengsta sem menn hafa talið sér fært
að fara frá enskunni er að breyta því í hal, enda þótt skipiö heiti
togari, verknaðarsögnin að toga. Þess vegna lægi beinast við að sjó-
menn toguðu í góðu togveðri, á sæmilegum togbotni og fengju t. d.
3 poka í togi. Þá hefðu þeir á rannsóknarskipinu fengið 350 lestir
(tonn) í 8 togum.
Eins og sést á framangreindum dæmum koma ensku áhrifin fram
í fleiri myndum en orðasambandinu ég mundi segja. Kannski eru
líka tökuorðin, sem mönnum veröur gjarnan starsýnast á, einna
meinlausust þó flest séu óþörf, t. d. bústa: brjóstmynd, grúppa: hóp-
ur, hol: tog, trikk: brögð o. s. frv. Alvarlegri þykja mér þau áhrif
sem stafa af ofnotkun naínoröa og valda óskýru máli. Dæmi: I fregn