Skírnir - 01.01.1975, Side 186
SKÍRNIR
184 IIELGI J. HALLDÓRSSON
tekjur af feröamönimm." Og síðari: „Frá síldarárunum hefur fólki
fœkkað í bænum.“
5. Eiuhœfni í orðavali
Þrátt fyrir ofnotkun nafnorða ber mikið á einbæfni í orðavali,
þrástagast er á sömu orðunum. I bréfi til þáttarins frá Hilmari Páls-
syni segir: „Þú hefðir átt að hlusta á alþingismennina okkar í út-
varpsumræðunum á dögunum, hvernig þeir þrástöguðust á grund-
vallaratriðum, grundvallarskoðunum, grundvallarbreytingum,
grundvallaratvinnuvegum, starfs-, atvinnu-, framfara- og skoðana-
grundvelli og áfram endalaust, jafnvel hef ég heyrt nefndan undir-
stöðugrundvöll, og ég sem hélt að undirstaða og grundvöllur þýddu
nokkurn veginn það sama.“ Við þetta mætti bæta þessum dæmum:
I útvarpsfréttum var talað um að „hefja grundvöll að undirbún-
ingi“. Frambjóðandi til Alþingis komst þannig að orði í dagblaði:
„Gera þarf gangskör að því að koma upp starfsgrundvelli fyrir aldr-
aða með sem flestum niögulegum valstarfssviðum.“ Ársgrundvollur
er einnig af þessari ættinni.
Sögnin að byggja virðist á góðum vegi með að útrýma öðrum
hliðstæðum sögnum. Menn byggja allt mögulegt: völl, vegi, skip,
hús, jafnvel raflínur. Eðlilegra væri að gera völl, leggja veg, smíða
skip, reisa eða byggja hús, leggja raflínu. 1 sjónvarpinu var talað
um að byggja skurð. Ef ekki er lengur hægt að grafa skurð er þó
skömminni skárra að gera hann en byggja.
Svipað má segja um ofnotkun sagnarinnar að harma. Menn
harma það sem ofgert er eða ógert látið. Sögnin á að tákna trega
eða eftirsjá en ekki að átelja, andmœla, mótmœla eða lýsa vanþókn-
un sinni á o. s. frv.
6. Dönsk áhrif
Enn finnst slæðingur af dönskum slettum í íslensku þó að hart
hafi verið gengið fram í að útrýma þeim, stundum ef til vill full-
hart þar sem þetta eru náskyld tungumál og eðlilegt að í þeim séu
hliðstæður. Réttar þýðingar af einu máli á annað eru engin mál-