Skírnir - 01.01.1975, Side 187
SKÍRNIR
MÁLFAR BLAÐA OG ÚTVARPS
185
spjöll. En brjóti þýðing í bága við lögmál þeirrar tungu sem þýtt
er á eða sé verið að flytja meinloku einnar tungu yfir á aðra gegn-
ir öðru máli. Flestar eru þessar dönsku slettur með öllu óþarfar
eins og eftirfarandi upptalning, gripin úr þáttunum, ber með sér:
aktúelt efni: brýnt efni, áltso: sem sagt, Jxið vill segja (det vil sige):
það er að segja, enn einn ganginn: einu sinni enn, í dentíð: í þá
daga, að kanna hvað er í farvatninu: athuga hvað er á seyði, að
fatta (mjög útbreitt). Þegar menn segja: „Ég fattaði þetta ekki“
eiga þeir ýmist við: Ég skildi þetta ekki, greip það ekki, náði því
ekki. Og enn fleira má segja. Stuðlar að málfátækt. Forlag, ft. for-
lög, forleggjari: bókaútgáfa, bókaútgáfur, útgefandi, gegnum árin:
á liðnum árum, kreðs: hópur, massíft: gegnheilt, merkilegt nokk:
þó undarlegt megi virðast, reddingar: útvegun, svoddan nokkuð:
slíkt og þvílíkt, að koma sér saman um standpunkt í viðræðunum:
koma sér saman um sjónarmið í viðræðunum, standardísera: staðla,
stílísera: færa i stílinn, ydda orðfærið, kristalísera: kristalla, láta
kristallast, vera í stuði: vera í essinu sínu, leika við hvern sinn fing-
ur, vera í ham.
Verra er þó þegar íslendingar tileinka sér alls konar hugsanavillu
og ranga málnotkun eftir dönum. Nokkur dæmi: „Kvað hann þá ekki
hafa orðið vara við ferðir varðskipa á þessum slóðum í fleiri vik-
ur.“ Hér átti að segja í margar vikur. I miðstigi er alltaf fólginn
samanburður, enda heitir miðstigið samanburðarstig í nágranna-
málunum, comparativus á latínu. Eldri maður óskast. Félagsstarf
eldri borgara. Sama meinlokan. Hér á ekki að nota miðstig. Rosk-
inn maður óskast. Félagsstarf aldraðra. Þegar menn tala um eftir-
stríðsárin og millistríðsárin er það meinloka tekin úr Norðurlanda-
málunum. Til þess að þau orð fengju staðist þyrftu að vera til á ís-
lensku nafnorðin fyrirstríð, millistríð og eftirstríð, en svo er ekki.
Menn (einkum sjómenn) tala um að fara niður til Spánar og
Ítalíu en svo upp til Noregs eða Svalbarða. Ástæðan fyrir því að
danir segja op og ned um norður og suður mun sú að þeir sjá fyrir
sér kortið, en þar er norður upp og suður niður.
Sumir tala um að slá í gegn í merkingunni að sigra eða verða vin-
sæll. í dönsku er eðlilegt at sla igennem vegna þess að sögnin at slás
merkir þar að berjast, en sú er aldrei merking sagnarinnar að slá í
íslensku.