Skírnir - 01.01.1975, Side 192
190
BERGSTEINN JÓNSSON
SKÍRNIR
ar aukapersónu í aðalleiknum. Sumt hefst eins og í miðjum klíðum,
annað dettur niður botnlaust, af því að þannig fellur það bezt inn-
an ramma verksins Brynjólfur Pétursson - ævi og störf. Hefði óneit-
anlega komið sér betur ef höfundur hefði fyrr afráðið að leggja rit
sitt fram til doktorsvarnar. Á ég þá við að hann hefði þegar fyrir
prentun, helzt áður en hann tók að færa verkið í endanlegan hún-
ing eftir 1968, breytt stefnu ritsins og takmarki, fært það ögn frá
ævisögunni í átt til þjóðarsögunnar ef svo mætti segja.
Tímabil það sem réttilega verður við Fjölnismenn kennt í sögu
íslendinga er örstutt, þó að það rúmi ótrúlega marga heillavæn-
lega fyrirboða í þjóðarsögunni. Það gæti talizt ná yfir árin 1835-
1841 (frá upphafi ársritsins Fjölnis til fráfalls sr. Tómasar Sæ-
mundssonar)eða 1835-1847 (árin sem hinir níu árgangar Fjöln-
is voru að koma út); en naumast yrði það með nokkru móti teygt
lengra en til 1850, þegar starfsævi Brynjólfs Péturssonar var á enda
runnin. Stóð þá Konráð einn uppi hinna upphaflegu Fjölnismanna,
en hann virðist hafa verið þeirra allra sízt til forystu fallinn, þrátt
fyrir mikla hæfileika á öðrum sviðum.
Okkur sem nú lifum er sjálfsagt hollt að hafa í huga, þegar við
lofum Fjölnismenn fyrir ritstörf og annað, sem þeir unnu í þeirri trú
að þannig fengju þeir bezt dugað landi sínu og þjóð, að samtíð
þeirra hefði ekki einungis tregðazt við að veita Fjölni og höfundum
hans þann sess að kenna við þá langt eða skammt skeið í þjóðar-
sögunni, heldur hefðu flestir hlegið að slíkri fjarstæðu sem það
hefði virzt að eigna þeim umtalsverð áhrif.
I Evrópusögunni er tímabil það sem hér um ræðir, meiri eða
minni hluti áranna milli þeirra hyltinga sem borgarastéttin stóð
fyrir í sumum hinum auðugri og iðnþróaðri löndum álfunnar, en
annars staðar undirokaðar þjóðir eða þjóðabrot, árin 1830 og
1848: - þ.e. milli svo kallaðra júlí- og febrúarbyltinga í Frakklandi,
sem löngum hefur tíðkazt að miða við þegar um tímabil þetta ræðir.
í Danmörku gerðist meginhluti þessarar sögu á lokaskeiði ein-
veldisins (síðustu stjórnarárum Friðriks 6., öllum stjórnarárum
Kristjáns 8.) og í upphafi þess aukna borgaralega frelsis sem hófst
árið 1848 með valdatöku Friðriks 7.
Þeir voru ekki margir íslendingarnir úr hverjum aldursflokki,
sem hlotnaðist það hlutskipti að fá að sigla til háskólanáms. Enn