Skírnir - 01.01.1975, Page 194
192
BERGSTEINN JONSSON
SKÍRNIR
ráðamanna í Danmörku í rás atburðanna 1848-1850. En hér hefði
höfundur betur gert sér meiri mat úr umræddu efni. Mátti hann vel
verja tíma og bókarsíðum í að hera frumvarpsdrög Brynjólfs sam-
an við einhver hinna mörgu sambærilegu frumvarpa og hugmynda,
sem einmitt þessi ár litu dagsins ljós víða um Evrópu, en þó einkum
í Þýzkalandi. Gildir einu þótt þurft hefði að hafa samráð við stjórn-
lagafræðinga. Það er reyndar eitt megineinkenni okkar tíma, að
engin fræðigrein fær hjargazt af án einhvers stuðnings frá öðrum;
og sagnfræðin liggur á jöðrum ótal annarra greina, sem jafnframt
hljóta að þjóna henni sem hjálpargreinar. Til þess að tryggja halla-
laus viðskipti í þessum efnum má ugglaust gera ráð fyrir að hinar
greinarnar þurfi a.m.k. eins oft aðstoð sagnfræðinnar sínum málum
til framgangs eða fulltingis og sagan þarf þeirra stuðnings að leita.
Meðal merkilegra mála sem umrætt rit varpar nýju eða bjartara
ljósi á en gert hefur verið til þessa, mætti ef til vill helzt nefna:
Bessastaðaskóla og Bessastaðamenn; íslenzka Hafnarstúdenta á
öndverðri nítjándu öld; upphaf stj órnmálaafskipta meðal íslenzkra
stúdenta; meðferð íslenzkra mála í dönsku stj órnardeildunum undir
lolc einveldisins; hlut íslands og íslendinga í atburðum ársins 1848
í Danaveldi; ólík viðhorf manna, íslenzkra og danskra, sem tóku
til máls um stj órnarfarslega framtíð íslands á árunum 1837-1850.
Um öll þessi mál er ýmislegt nýtt dregið fram og yfirleitt vel og
skipulega grein fyrir hverju eina gerð.
I kafla um Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans hefði gefizt
gullið tækifæri til þess að meta hversu til tókst þegar straumar
átjándu og nítjándu alda, þ.e. fræðslu- og skynsemisstefnu annars
vegar, en rómantísku og þjóðernisstefnu hins vegar, runnu saman á
íslandi á fyrsta þriðjungi nítjándu aldar. Hefur þess tæplega verið
gætt sem skyldi, hversu heppilega þessar lífsskoðanir, sem börðust
um sálirnar, blönduðust hjá mönnum eins og Baldvin Einarssyni og
Jóni Sigurðssyni. A hinn hóginn virðist einstrengingsháttur - öðru
nafni stefnufesta - eins og fram kom annars vegar hjá Magnúsi
Stephensen, en hins vegar hjá Jónasi Hallgrímssyni og Konráði
Gíslasyni, hafa reynzt öllu vafasamari.
Annars mætti koma hér enn skýrar fram en gerir hversu hastar-
leg kynslóðaskipti eru að verða meðal íslendinga um 1820. Höf-