Skírnir - 01.01.1975, Page 196
194
BERGSTEINN JONSSON
SKÍRNIR
vart í ólíkri túlkun síðari manna á skrifum Baldvins Einarssonar og
þeim skoðunum hans, sem þar af ætti að mega ráða.
Þrátt fyrir skamma ævi, sem að vísu var auðug af viðburðum og
miklum fyrirheitum, en endaði rétt í þann mund sem mátti fara að
vænta verulegra átaka og afreka, verður Baldvins ævinlega minnzt
í íslenzkri sögu fyrir það, þegar hann tók hressilegt viðbragð við
janúarboðskap Danakonungs 1831, þar sem boðuð var stofnun
stéttaþinga í löndum konungs. Einn allra Islendinga virðist Baldvin
á samri stundu hafa séð hversu mikið gat verið í húfi fyrir land og
þjóð.
Viðbrögð Baldvins af tilefni konungsboðskaparins eru þeim mun
lofsverðari sem hann var þá stundina verr við búinn að sjá af tíma
og kröftum frá athöfnum í eigin þágu. Hann var að búa sig undir
lokapróf og virðist jafnvel öðrum félitlum íslenzkum stúdentum
fremur hafa átt allt sitt undir því að komast með sóma frá þeirri
raun.
Einkamál Baldvins skipta hér engu máli. Meira er um vert, að
enginn sem um þessi mál fjallar láti sér sjást yfir mikinn hlut hans
og merkilegan í því að vekja þjóð sína af óralöngum pólitískum
svefni. Fram á þetta hefur Nanna Olafsdóttir sýnt í riti sínu Baldvin
Einarsson og þjóðmálastarf hans. Hér hnykkir Aðalgeir á hinu
sama.
Vilji menn gera sér grein fyrir því hvað ávannst í stj órnfrelsis-
baráttu íslendinga á nítjándu öld, væri þeim ráðlegast að hefja yf-
irlit sitt og för um þann feril frá umsögnum áhrifamanna og stjórn-
arherra um áformaðan hlut Islendinga í stéttaþingunum þegar um
þau var rætt. En þá ber að hafa hugfast að enn máttu sín mikils og
höfðu sig óspart í frammi menn hins gamla tíma, Stemann og hans
líkar í Danmörku, en Bjarni amtmaður Thorsteinsson á Islandi.
Vöktu þeir árvökulum augum yfir því að frj álslyndari menn héldu
sér í skefjum, enda ekki langt um liðið frá því að litið var á þá sem
drottinsvikara, sem orðuðu hugmyndir um stjórnfrelsi.
Það kemur aðeins fram að Danir hafi um 1830 hugboð um að ein-
hver óánægja brjótist í íslendingum með það stjórnarfar sem þeir
bjuggu við. Neðanmáls á bls. 42 eru tilfærð dönsk ummæli, þar sem
brezki Biblíufélagsagentinn Ebenezer Henderson er borinn fyrir
þessu. Hér hefði mátt kveða enn fastar að. Er sanni næst að veru-