Skírnir - 01.01.1975, Page 198
196
BERGSTEINN JÓNSSON
SKÍRNIR
Indriðasyni (bls. 46) og fleiri fáanleg og alkunn virðast sanna, að
margir Islendingar fylgdust af lifandi áhuga með heimsviðburðun-
um og drógu af þeim lærdóma.
Þáttur um upphaf Fjölnis er með lengstu köflum bókarinnar, og
er það ekki að ástæðulausu. Þar kemur skýrt og greinilega fram það
sem margir munu hafa haft hugboð um áður, að þáttur Brynjólfs
hefur verið langminnstur fj órmenninganna í fyrstu árgöngunum.
Fæ ég ekki séð að rithöfundurinn Brynjólfur hafi fyrir mistök eða
af vangá verið of lítils metinn og eitthvað af honum haft, sem hon-
um ber með réttu af hugverkum.
Hér kemur líka skýrt fram, að Tómas Sæmundsson, eini Sunn-
lendingurinn í hópi stofnenda Fjölnis, er um flest einstæður í hópn-
um. Bregður svo kynlega við að rótgrónar hugmyndir um einarða
og athafnaglaða Norðlendinga annars vegar, en daufgerðar sunn-
lenzkar gufur hins vegar, verða að viðimdri í þessu dæmi. Norðling-
arnir þrír reynast ótrúlega seinlátir og hysknir. Lætur nærri að
þeir týni stefnunni og gleymi öllu öðru en stafsetningarsérvizku
sinni.
Eins er hér enn að gæta: Tómas er greinilega í lausari tengslum
við síðrómantíska lífsskoðun samtíðar sinnar en félagar hans. Hann
brennur í skinninu af umbótalöngun og virðist um margt skyldari
Baldvin Einarssyni, Jóni Sigurðssyni og jafnvel Magnúsi Stephen-
sen en lagsmönnum sínum sem lifðu og hrærðust í fagurfræði og
skáldskap.
Gjarnan mætti koma hér fram betur en gerir, að burtséð frá á-
kafanum í að gera væntanlega alþingismenn að eins konar skátum
í útilegu, lifandi á skrínukosti, sofandi í tjöldum og sitjandi á fund-
um sínum á þúfum og móabörðum, er Tómas ekki úr hófi róman-
tískur. Má minna á að hann taldi borna von að koma fram umbót-
um á skólanum öðruvísi en að flytja hann frá Bessastöðum til —
Reykjavíkur.
Þá hefði höfundur getað gert mönnum greiða með nánari útlist-
un á stefnuskrá Fjölnis og baráttu andlega skyldrar samtíðar víða
um lönd du vrai, du beau et du bien, svo að stefnuskráin yrði les-
endum annað og meira en orð og mælska.
Síðari hlutinn af æviskeiði Fjölnis hefst um það bil sem Tómas