Skírnir - 01.01.1975, Page 203
SKÍRNIIí fjölnismenn og þjóðarsagan 201
Nú mætti hugsanlega segja um þá kafla, sem meira varða þjóðar-
söguna en ævisögu Brynjólfs að þeir lýti œvisögu og snúa þannig
við því sem ég sagði áður um þessi efni. Eg held þó að góð ævisaga
hljóti ávallt að vera í og með saga þeirrar samtíöar sem söguhetjan
átti. Og hafi hún átt ríkan þátt í opinberum málum, þá verður að
gera sómasamlega grein fyrir gangi þeirra.
Ekki sé ég hverj um það getur verið til framdráttar lengur að klifa
á hversu frjálslyndur Kristján 8. hafi veriÖ, þegar hann tæplega
þrítugur að aldri féllst á stjórnarskrá Norömanna 1814. Ég sé ekki
betur en þeir danskir og norskir sagnfræðingar, sem bezt hafa kann-
að feril Kristjáns Friðriks, hafi sannað að með því að samþykkja
Eiðsvallastjórnarskrána hafi hann fremur verið að gera Bernadotte
grikk en að tjá eigin ást og trú á valdi þegnanna á kostnað hátignar-
réttar konunga. Það kom líka á daginn að honum var sem flestum
konunghornum mönnum annara um eigin völd en flest annað, og
fyrirhuguð eftirgjöf hans við ofur hófsama horgara í þann mund
sem hann dó, var án efa sprottin af hyggindum og glöggu stöðu-
mati heldur en ást og trú á borgaralegu frjálsræði.
Á bls. 173-74 eru leiddar að því líkur að Brynjólfur hafi samið
álitsgerð rentukammers frá 10. maí 1842 um alþingistillögur em-
bættismannafundarins í Reykjavík 1841 og tillögur og eftirþanka
Páls Melsteðs. Sennilega verður þetta aldrei sannað eða afsannað,
en mér sýnist þetta sennileg tilgáta og fellst yfirleitt á rök höfundar.
Þáttur Brynjólfs í afgreiðslu þessa máls á Hróarskelduþingi, svo
sem leynimakkið við Balthazar Christensen, er eitt hæsta risið á
ferli Brynjólfs og hefur nægt til að gera hann dýrlegan í augum Is-
lendinga á morgni frelsisins. En hér kemur ekkert fram í þessum
efnum sem ekki var áður alkunna. Það er annars um þessar mundir
sem Jón Sigurðsson er að verða forystumaður Hafnaríslendinga,
og er því líkast sem Brynjólfur hafi haft fullan hug á að keppa við
hann um það sæti. En hann hefur fljótlega gefið þann metnað frá
sér. Er líklegt að þá hefði sem oftar reynzt óhægt að þjóna tveimur
herrum samtímis, dönsku stjórninni og íslenzkum þjóðerniskröfum.
Ég held ég fullyrði ekki of djarft þótt ég segi að það hafi verið
þessi fjörkippur Brynjólfs ásamt grein hans um alþingi í 7. árg.
Fjölnis, sem vakið hefur mörgum það hugboð að hann hefði við
heppilegar aðstæður í engu þurft að standa Jóni Sigurðssyni að