Skírnir - 01.01.1975, Side 204
202
BERGSTEINN JÓNSSON
SKÍRNIR
baki. En það eru ekki sízt ólíkar aðferðir Jóns og Brynjólfs, sem
leiða til þess að Jón nær kjöri sem fyrsti alþingismaður heima-
byggðar sinnar. Þar fór hins vegar allt í handaskolum hjá Brynjólfi.
Til þessa hef ég ekki álasað höfundi fyrir að gera hlut Brynjólfs
of smáan gagnvart þjóðarsögunni eða fyrir að missa sjónar á Brynj-
ólfi af áhuga á öðrum frásagnarefnum. En er kemur að kafla um
ritdeilur um skipulag alþingis rekur að því, að mér finnst ég mega
til með að taka svari Brynjólfs gagnvart ævisöguhöfundi hans. Ég
hef þá sök að kæra, að ekki sé hér gert nógu hátt undir höfði þeirri
ritsmíð Brynjólfs, sem í senn skapar honum um síðir sess meðal
beztu höfunda Fjölnis, bendir til þess að hann hafi haft sérlega
glöggan skilning á stjórnmálaþróun samtíðar sinnar, og sannar að
hann hefði getað orðið með skemmtilegustu höfundum íslenzkum,
sem um stjórnmál rituðu um hans daga. Allt þetta þykist ég mega
álykta af áðurnefndri ritgerð Brynjólfs í Fjölni 1844: Um alþingi
(7. árg., bls. 110-136). Hefði verið sjálfsagt að gera hlut Brynjólfs
vitund meiri en annarra, sem um svipað efni rituðu og hér eru til-
færðir.
Þar kom að Brynjólfur kvað sjálfur upp úr um hvað það var sem
einkum skildi með honum og Jóni Sigurðssyni. Hefði annar mað-
ur tæplega getað gert það betur en hann hefur gert í bréfi 16.
maí 1843 til Jóns bróður síns (bls. 191). En hann sýndi það í
greinarkorni í 8. árg. Fjölnis, að þrátt fyrir það að hann vildi vera
í friði við stjórnina, hefði hann verið manna líklegastur til þess að
veita Jóni brautargengi í fjárhagsmálunum, þegar þar að kom. Að
minnsta kosti hefur hann þegar 1845 öðlazt svipaðan skilning og
Jón á reikningshaldi og fjárskiptum landanna. Hér var þó fyrst og
fremst um bókhaldslegan skilning að ræða, en ekki sögulegan eins
og Jón bar fyrir sig. Mestu skipti að báðir komust með sinni aðferð
að svipaðri niðurstöðu.
Þegar kemur að lokum einveldisins í Danmörku og stofnun ís-
lenzku stjórnardeildarinnar, er allt í einu svo komið að Brynjólfur
Pétursson stendur nær hrennidepli stórviðburðanna en nokkur ann-
ar landi. Hér hefði saga hans helzt átt að hefjast, og það hefði hún
gert, hefði hann verið ástmögur guðanna. En þess í stað þóknaðist
örlögunum að stinga við fæti, og í næstu andrá var söguhetja okk-
ar kvödd af sviðinu. Hér gefst höfundi þó ráðrúm til þess að neyta