Skírnir - 01.01.1975, Page 209
SKÍRNIR FJÖLNISMENN OG ÞJÓfiARSAGAN 207
trúnaðarmaður ráðuneytisstjórans, bróður síns, meðal þingmanna,
og virðist basl hans vegna kosningalagafrumvarpsins fyrir þjóð-
fundinn bera með sér að hann hafi viljað þóknast Brynjólfi.
Ahugi Páls Melsteðs á kosningalögum og fyrirkomulagi var mik-
ill og ósvikinn, a.m.k. allt frá 1841 þegar honum var falið að hug-
leiða þau mál á síðari embættismannafundinum í Reykjavík. Svip-
uðu máli hefur gegnt um Brynjólf, en áhugi hans og þekking á þessu
birtist í ýmsum álitsgerðum hans. Það er ennfremur til marks um
hversu föstum fótum þessir mætu menn stóðu í gamla tímanum, að
hvor um sig reyndi að troða eigin vilja og skoðunum fram fyrir
samþykktir yfirgnæfandi meirihluta alþingis frá 1849. Það þurfti
danska menn - ríkisráðið — til þess að taka af skarið og segja að
heldur bæri að fara að óskum alþingis en tillögum embættismann-
anna jústitzráðs og amtmanns Páls Melsteðs eða jústitzráðs og
ráðuneytisstj óra Brynjólfs Péturssonar.
Vissu menn nú frekar um viðbrögð þessara háembættismanna
þegar sérfrœðingsálit þeirra varð að víkja fyrir vilja þjóðkjörinna
fulltrúa, þá lægi fyrir það sem næst stappaði fullri vissu um hversu
þeim hefði vegnað í því borgaralega samfélagi, sem beið eftirkoin-
endanna. En sé það rétt sem höfundur tæpir á (bls. 246) að grein-
in í Tilskueren í okt. 1849 sé eftir Brynjólf, þá hefði Brynjólfur
ekki orðið öfundsverður hefði hann lifað langt fram á frjálslynd-
ara tímabil.
Mér hefur löngum gengið hálfilla að koma heim og saman full-
yrðingum fræðimanna, sem ég virði mikils, um mikinn og almenn-
an þjóðmálaáhuga fyrir þjóðfundinn annars vegar, en hins vegar
hlálega lítilli kosningaþátttöku og tregðu margra ágætra manna til
þess að taka kjöri. Ekki eykst skilningur minn við lestur kaflans
viðbúnaður við þjóðfundi. Mest og bezt skil hafa verið gerð stjórn-
málaáhuga vestan lands, þar sem Lúðvík Kristjánsson hefur dregið
fram flest veigamestu gögnin. Af Austfirðingum segir skilmerki-
lega í fyrsta bindi Einars sögu Asmundssonar eftir Arnór Sigur-
jónsson. Að því er til Norðlendinga tekur hefur löngum þótt nægja
að minna á Möðruvallareið Skagfirðinga 1849 og iðrunarleysi
þeirra, sem síðar voru um frumkvæði hennar sakaðir. Samt hregð-
ur svo við þegar til kosninga kemur, að þátttaka reynist sáralítil í