Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 214
212
RITDOMAR
SKÍRNIR
fróðleik aS finna og greinargóð yfirlitskort. Líklega á ýmislegt eftir aS skýrast
enn frekar í eldfjallasögu landsins, en þaS er mikiS ánægjuefni aS SigurSur
Þórarinsson skuli hafa notaS þetta tækifæri til aS gera yfirlit yfir stöSu þess-
ara rannsókna.
Um jarðskjálfta og aSrar náttúruhamfarir er margt fróSlegt þótt framsetn-
ingin sé ekki mjög kerfisbundin. Þá eru lokaorS. Þar hugleiSir SigurSur fólks-
fjölda á Islandi fyrir 1703 og setur upp nokkur línurit sem sýna eiga aS lofts-
lagsbreytingar hafi mikil áhrif á lífsafkomu íslendinga. Þar eru bornir saman
svo óskyldir hlutir sem hjarnmörk sunnan í Vatnajökli í metrum og meðalhæS
karla í sentímetrum. Þessar lausbeisluðu hugleiSingar eru ef til vill leiðasta
lýtið á grein Sigurðar. Korrelasjónaröksemdir af þessu tagi ættu aðeins að vera
víti til varnaðar, svo að ekki sé minnst á óvissuna og heimildaleysið að haki
sumum línuritunum.
Grein SigurSar er eins og áður er sagt fróðleg lesning. Hún er skrifuð af
yfirlætisleysi og fræðilegum áhuga sem gerir hana skemmtilega aflestrar. Ekki
get ég skilist svo við þessa grein að nefna ekki það sem telja má eitt hið gagn-
legasta sem í henni er að finna. Á bls. 40-42 er talað um hjarðmennskusvip
íslensks búskapar og dreifingu byggðar. Hér er tekið á mjög mikilvægum
þáttum íslenskrar sögu, og vonandi sjá höfundar seinni binda Söga Islands
ástæðu til að fjalla nánar um þessi mál.
Grein Kristjáns Eldjárns nefnist „Fornþjóð og minjar“. Lengi hefur skort
góða yfirlitsgrein um íslenskar fornminjar og ætti það því að vera fagnaðarefni
að sá maður sem ef til vill hefur mesta þekkingu á íslenskum fornminjum
ailra manna skrifi um þessi mál í Sögu Islands. Þessi grein olli mér samt
nokkrum vonbrigSum. Greinin fjallar ekki um fornminjar einvörðungu sem
væri þó ærið efni jafn stuttri grein. Hún er að auki heldur óaðgengileg öllum
almenningi. Er það ekki síst vegna þess að orðalag er óljóst. Hér ægir saman
allskonar „öldum“, fornöld, víkingaöld, vélaöld, söguöld, miðöldum, landnáms-
öld og torfhúsaöld. Þetta hlýtur að vefjast fyrir og vera illskiljanlegt lesend-
um. OrSiS „fornþjóð“ er heldur ekki vandkvæðalaust, en með því á Kristján við
„landnemana og næstu niðja þeirra" (bls. 103). Eins og SigurSur Líndal bend-
ir á síðar í þessari bók hefur fyrst komið að því eftir nokkra veru í landinu
að menn hér fóru að líta á sig sem þjóð (bls. 215). ÞaS er vel aS merkja ekki
þjóð í nútíma þjóðernislegri merkingu heldur í skilningi miðalda, mótuðum af
samgöngum innan einangraðs svæðis og svæðiseinangrun frá öðrum heims-
hlutum.
Lítið mark er að mannabeinamælingum þegar hugað er að uppruna íslend-
inga, eins og raunar kemur fram í grein Kristjáns, hið sama er að segja um
hára- og augnalitsathuganir og blóSflokkasamanburð. Málalengingar um blóð-
blöndun eru óþarfar og villandi í sambandi við þessar athuganir. ASeins er
lauslega drepið á þau atriði sem öruggari og áhugaverðari eru í sambandi við
beinamælingar og beinaathuganir svo sem aldurs- og kyngreiningu, sjúkdóms-
einkenni á beinum og hvernig draga má ályktanir af beinum um aðbúnað og
viðurværi manna.