Skírnir - 01.01.1975, Page 217
SKÍRNIIÍ
RITDÓMAK
215
eru kjör manna ef annar hefur tvær geitur og taugreftan sal og hinn hefur
Reykholt, Stafholt og Borg, allt meS leigubólum. BáSir eru þeir bændur. Ekki
er heldur gerS tilraun til að skýra hin nánu tengsl jarSeigna og goSorSa sem
koma fram í fjórSungaskipaninni. JarSeignir og stjórnmál eru nátengd í þjóS-
veldinu og auSvitaS taka dómsmál og löggjöf svip af þeim tengslum.
HefSbundin skipting sagnaritunarinnar á störfum Alþingis á þjóSveldisöld í
löggjafarstarf og dómsstarf þarf endurskoSunar viS. A miSöldum höfSu menn
ekki lesiS Montesquieu. Þetta eru atriSi sem verSur aS grannskoSa og reyna
aS skilja út frá forsendum réttar og laga á miSöldum en ekki greiningum nú-
tímalegrar háþróaSrar lögspeki.
Grein Jakobs, þótt hefSbundin sé, er rituS af natni og skýrleik og sómir sér
aS mörgu leyti vel í bók sem þessari.
Þá er komiS aS tveimur síSustu greinum bindisins en þær eru eftir SigurS
Líndal ritstjóra verksins. Fyrri grein hans sem heitir „ísland og umheimurinn"
er stutt og nokkuS tíningsleg. I henni eru samt nokkrir skemmtilegustu og fróS-
legustu sprettir þessarar bókar. Mikil þörf er á aS skipa sögu Islands stöSu
í Evrópusögunni þegar frá byrjun og er þessi grein gott framlag í þá átt. Von-
andi eignast hún ýtarlegri ldiSstæSur í síSari bindum þessa verks. Síðasti
kafli þessarar greinar er þó tæplega nógu skýr, hiS pólitíska baksviS kemur
ekki eins glöggt fram þar og í síðari grein SigurSar í þessu bindi. I snjallri
grein um stjórnskipan í Skandinavíu á miðöldum hefur prófessor Erik Lönn-
roth gert grein fyrir baráttunni milli sjálfstjórnarkrafa landshlutanna eSa
þinganna og miðstjórnarkrafa konunga, en þessi barátta birtist í blóðugum
átökum og innanlandserjum framan af miðöldum á Norðurlöndum. Þetta er
hluti hins pólitíska baksviðs sagnanna um Una danska, Grímseyjarágirnd kon-
unga og fleira í fornum ritum. Ekki er trúlegt að Haraldur hárfagri hafi lagt á
útflytjendaskatt þótt Ari segi það. Ari er of ungur miðaS við þá atburði. Lík-
legra er að Ari sé að réttlæta og fá menn til að fallast á landaurasamninga við
Noregskonunga frá 11. öld með því að halda því fram að það sé gamall réttur.
Gamall réttur var góður réttur á miðöldum.
Síðasta grein bókarinnar um „Upphaf kristni og kirkju“ ber af öðrum
greinum bókarinnar sem sagnfræði. Sigurður hefur hér sem fyrr evrópskan
sjóndeildarhring sem lýst er í upphafi greinarinnar. AS sagnfæðilegum hætti
er síðan hafið máls með greinargerð um heimildir. ÁSur er minnst á ákveðinn
tvíveðrung í afstöðu Sigurðar til heimildanna, en rétt er að geta þess að hann
slær oft varnagla eins og reyndar Jakob Benediktsson einnig í sinni grein.
Kafli Sigurðar um kristnitökuna er að mörgu leyti merkur. I stuttu máli er
skýrt frá tímatalsrannsóknum Olafíu Einarsdóttur og síðan vikið aS helstu
heimildinni um kristnitökuna, Islendingabók. SigurSur fetar í fótspor Björns
M. Ólsens hvað varðar hlutdrægnisgagnrýni á Ara. Gagnrýni út frá ritunartíma
er hinsvegar látin liggja milli hluta eins og áður er á drepið. Þó bendir Sig-
urður á að kristnitökufrásögn Ara hafi hagíógrafískan blæ og að svo virðist sem
fremur sé verið að lýsa undrum en raunverulegum atburðum. Þessi athuga-
semd er frábær og hittir beint í mark. Þegar viS er bætt gagnrýni út frá ritun-