Skírnir - 01.01.1975, Page 219
SIÍÍRNIR
RITDOMAR
217
Það þarf að grisja betur, sagan er stór og bækurnar smáar, og fyllstu árvekni
er þörf við úrval efnisatriða og frágang þeirra. Það er trúa mín að almenning-
ur sé þakklátari fyrir skýran og staðgóðan fróðleik um sögu Islands en slapp-
an vaðal með svip lélegrar blaðamennsku. Þetta bindi er að mestu leyti laust
við slíkan slappleika.
2
í öðru bindi þjóðhátíðarsögunnar segir ritstjóri hennar að saga íslands sé
rakin frá því um 1100 til loka þjóðveldis. Því tímabili eru þó ekki gerð við-
unandi skil. Hér er um að ræða tímabil sem er auðugra að heimildum en flest
önnur á íslenskum miðöldum. En um leið og kostur er mikils heimildaefnis
reynir á hvort tveggja í senn hjá sagnfræðingum: heimildagagnrýni og val
aðalatriða sem vert sé að tíunda í yfirlitsriti. Val aðalatriða eða höfuðþátta í
sögu íslands hvílir að nokkru leyti á ritstjóra og ritstjórn þessa verks. Þetta
hlýtur að sjálfsögðu að hafa verið vandaverk, en stefnuyfirlýsing ritstjórnar
hefur varla komið nægilega glöggt fram enn í Sögu íslands.
Það kemur enn skýrar í ljós í þessu bindi Sögu Islands en hinu fyrsta að
atvinnu- og efnahagssaga er ásamt samfélagslegri sögu hálfgerð homreka í
verkinu. Hér er t. d. nær ekkert um samgöngur innanlands og aukna verka-
skiptingu. Sama gildir um tilkomu stéttasamfélags keimlíku þeim sem fram
komu um líkt leyti á meginlandi Evrópu. Þetta eru alvarlegir ágallar.
í þessari bók eru sex ritgerðir eftir jafnmarga höfunda. Fyrsta ritgerðin er
Frá þjóðveldi til konungsríkis eftir Gunnar Karlsson (51 bls.). Þá er Kirkju-
vald ejlist eftir Magnús Stefánsson (87 bls.). Því næst Bókmenntasaga eftir
Jónas Kristjánsson (111 bls.) og Myndlistarsaga eftir Björn Th. Björnsson
(20 bls.). Þá er ritgerðarkorn, Tónmenntasaga, eftir Hallgrím Helgason (4
bls.) og lestina rekur ritgerðin Almennir þjóðhœttir eftir Árna Björnsson (22
bls.). Á eftir þessu koma lögsögumanna- og biskupatöl fram á síðari hluta
þrettándu aldar á tveimur blaðsíðum, en bókinni lýkur, eins og fyrsta bindi,
á ýtarlegri nafnaskrá.
Það vekur athygli hve lengd ritgerðanna er misjöfn. Það er óneitanlega
nokkur slagsíða á sögu þessa tímabils, bókmennta- og kirkjusaga hafa fengið
rúm á kostnað annarra þátta sögunnar. Að auki kemur fram í tveimur lengstu
ritgerðunum, þeirra Magnúsar Stefánssonar og Jónasar Kristjánssonar, að þeir
eru ekki búnir að bíta úr nálinni; í næsta bindi á að koma framhald á grein-
um þeirra.
Grein Gunnars Karlssonar varðar einkum stjórnmál og atvinnuhætti, en hef-
ur þó þann mikla kost að í henni er gerð tilraun til að lýsa vissum heildar-
ferlum sögulegrar þróunar en ekki fengist við afmörkuð og einangruð svið
sögunnar einvörðungu. Hinsvegar hefur höfundur hennar ekki margt nýtt til
málanna að leggja.
I ritgerð Gunnars Karlssonar segir svo í byrjun: „I atvinnuefnum má ætla
að þróunin hafi stefnt að vaxandi ójöfnuði á efnahag“ (bls. 3). Hér mun
átt við einhverskonar þróun á íslandi. Borinn er saman blómatími menn-