Skírnir - 01.01.1975, Page 220
218
RITDOMAR
SKIRNIK
ingar á meginlandi Evrópu og íslandi á 12. og 13. öld, en þegar kemur að at-
vinnu- og efnahagsmálum fellur allur samanburður niður. Á meginlandi Ev-
rópu hafa menn talið að tímabil þetta einkenndist af bættum efnahag manna
þegar á heildina er litið með nýrækt, stofnun borga og aukningu viðskipta.
En í atvinnuefnum er það talið einkennast af aukinni verkaskiptingu, grein-
ingu í sérstörf: ýmsar handiðni-r, kaupmennsku o. s. frv. Lítið ber á þessu
góðæri í álfunni í grein Gunnars, en líklegt er að það liafi náð á einhvern
hátt til Islands. Hann hefur því tæplega hitt í mark þegar hann lýsir þessu
efnahagslega þensluskeiði svo yfirborðslega. Það er raunar galli víðar á þess-
ari ritgerð hve flókin og mikilvæg vandamál eru lauslega reifuð og stundum
af nokkru andvaraleysi. En það er jafnframt einn af kostum hennar hve víða
hún kemur við og bendir á mikilvæg vandamál. Ber hún að þessu leyti af öðr-
um ritgerðum þessarar bókar. Hefði höfundur hennar mátt gefa sér meira
rúm sumsstaðar.
Gunnar Karlsson telur að þingfararkaupsbændatal Gissurar biskups og
skattbændatal 1311 séu heimildir um íbúafjölda á íslandi og að þessar tvær
heimildir séu sambærilegar. Nú munu véra nær þrír áratugir síðan Ólafur
Lárusson benti á að heimildir þessar séu ekki nýtar til að ákvarða fólksfjölda
á íslandi og einnig hve varasamt sé að bera þær saman (Nordisk Kultur I
(1936) bls. 125-129). Þarfleysa er að endurtaka röksemdir Ólafs Lárussonar
hér en aðeins tekið fram að athugasemdir Gunnars Karlssonar eru fram settar
af nokkru gáleysi í riti sem veita skal almenningi staðgóða fræðslu um sögu
landsins.
Á bls. 9 segir: „Þjóðfélag þjóðveldisaldar var landbúnaðarþjóðfélag að svo
miklu leyti, að lengra verður varla komist." Kemur þetta spánskt fyrir sjónir
þar sem ljóst er af lögum og öðrum heimildum að veiðar hafa verið talsvert
stundaðar jafnframt landbúnaði á þjóðveldisöld. Enda segir á bls. 13 um
fiskveiðar að þær „hafi farið í vöxt á þjóðveldisöld, og tilhneigingar gætir
til að hafa þær að aðalatvinnuvegi". Ur hinu gagngera landbúnaðarþjóðfé-
lagi er líka dregið á bls. 12 þar sem réttilega er talað um að búskapurinn hafi
staðið nærri hirðingjastigi, en þá segir meðal annars: „Landbúnaðurinn var
aðallega reistur á rányrkju, notkun á gæðum hinnar villtu náttúru.11 Ekki skal
hér farið út í skilgreiningu á hvað sé rányrkja, en hitt má vera ljóst af þess-
um dæmum að framsetningin um atvinnuvegi á íslandi er ekki með öllu
hnökralaus.
Varla er fjallað um verslun eins og best væri á kosið, þótt á margt sé drep-
ið. Gunnar Karlsson hugleiðir t. d. hversu nauðsynlegar ýmsar innflutnings-
vörur hafi verið. Bollaleggingar á borð við þetta eru varasamar; heimildir ttm
nauðsynjavörur eru rýrar. Til dæmis telur Gunnar að tjara hafi verið notuð
til að verja báta og kirkjur fúa en hún hafi ekki verið bráðnauðsynleg vara.
Tjara hefur að öllum líkindum ekki síður verið notuð til að þétta tréskip og
báta og því nauðsynleg við smíði og viðhald þeirra, samanber skipafundi frá
víkingaöld og miðöldum í Skandinavíu.
Þá er talið að á 11. öld „virðist silfurforði landsmanna hafa þrotið að