Skírnir - 01.01.1975, Síða 222
220
RITDOMAR
SKÍRNIR
er rætt um ýmist „verjanda“ eða „verndara“ kirkju cða kirkna á bls. 92, 93,
96 og 100; getur verið að norska orðið „værge“ liggi þarna að baki? í stór-
skorinni lýsingu á átökum Sturlungaaldar á bls. 111 er notað orðið „stórgoði“.
Það mun hvergi finnast í heimildum og er líklega nýsmíð. Spyrja má hvort
nauðsyn hafi verið að nota hið óvenjulega orð „makaskipti“ á hls. 76, ekki er
víst að margir lesendur viti hvað það þýðir.
Magnús Stefánsson telur að einkakirkjur hafi verið meðal germanskra
þjóða í Evrópu snemma á miðöldum (bls. 72) og skal það ekki rengt, en bent
skal á að Magnús M. Lárusson hefur sýnt að einkakirkjur eru fyrirbæri sem
ekki er bundið málsvæðum eða tungumálum, t. d. er það þekkt meðal slav-
neskumælandi þjóða og austur í býsantínska ríkinu á miðöldum. Átökin um
einkakirkjurnar á íslandi hafa sinn séríslenska blæ; víða annarsstaðar í Ev-
rópu biðu leikmenn algjöran ósigur í svipuðum átökum, en hér á landi sigrar
kirkjan ekki jafn algjörlega. Skýringin á þessu hlýtur að nokkru að vera fólg-
in í séríslenskum aðstæðum, íslensku jarðeignarformi og íslenskri réttarvit-
und. Sáralítið er drepið á þá hlið málsins í grein Magnúsar. Framsetningin
um staðamál er svo ruglingsleg að mér er til efs að almennur lesandi átti sig
á því um hvað þau snerust.
Á bls. 69 stendur þessi skrýtna málsgrein: „Allan þjóðveldistímann var ís-
lenzka kirkjan germönsk þjóðkirkja, sem á margan hátt hafði dregizt aftur úr
þróun kirkjumála í Evrópu."
Magnús Stefánsson tekur andvaralaust upp gamla söguskoðun um að ís-
lenska kirkjan á þjóðveldisöld hafi verið „þjóðleg". Samkvæmt þessari sögu-
skoðun ná höfðingjar lengst í „þjóðlegheitum" á þjóðveldisöld, enda segir í
grein Magnúsar á bls. 72: „Kalla má, að íslenzka kirkjan hafi þó borið þjóð-
legan svip alla þjóðveldisöld, enda eðlileg afleiðing af tengslum biskupanna
við höfðingjastéttina." Þorlákur Þórhallsson hiskup „hvarf frá þjóðlegri stefnu
forvera sinna“ (bls. 97), en Páll Jónsson biskup „hvarf frá stefnu Þorláks og
fylgdi þjóðlegri kirkjumálastefnu fyrri biskupa“ (bls. 98). Ekki hefði verið úr
vegi að útskýra í hverju þjóðlegheit íslenskra höfðingja og biskupa voru fólg-
in.
„Þegar Guðmundur Arason sezt á Hólastól og tekur við biskupsstjórn, hefst
niikið umrót í þjóðfélaginu, sprottið af hræringum, sem hann hratt af stað ...“,
þannig hefst lýsingin á Gvendi góða (bls. 119). Mikið er gert úr Guðmundi
og hefur það blæ gamaldags ævisagnaritunar um afburðamenn og örlagavalda.
Dramatísk lýsing á persónuleika Guðmundar er í líkum dúr. Hér eru nokkur
sýnishorn: „ ... Hann var þver og valdafíkinn, en jafnframt auðmjúkur, harð-
ur viðskiptis, ofsafenginn, eirðarlaus og kunni sér aldrei hóf“ (bls. 119); og
skapgerð Guðmundar „... einkenndist af ástríðum og óbilgirni, sem snerist
upp í einstrengingshátt og ofstæki“ (hls. 121); hann var „ofstækisfullur hug-
sjónamaður" (hls. 132 og 134); Guðmundur var „þrákelkinn, ofsafenginn, óhil-
gjarn og tillitslaus gagnvart andstæðingum sínum" (bls. 135-136).
Sumum mun þykja djúpt tekið í árinni í þessari málsgrein: „Krafan um
ókvæni klerka var meginþáttur í þeirri stefnu að afla þeim sérstöðu í þjóð-