Skírnir - 01.01.1975, Síða 223
SKIRNIR
RITDOMAR
221
félaginu og rjúfa með öllu þau tengsl, sem verið höfðu milli klerka og leik-
manna“ (bls. 140).
Ritgerð Jónasar Kristjánssonar „Bókmenntasaga“ er að mörgu leyti vel við
hæfi í riti sem þessu. Það er eðlilegt að miklu rúmi sé varið til að lýsa hinum
marghreytilegu hókmenntum sem varðveittar eru frá íslenskum miðöldum. Það
má þó heita að bera í bakkafullan lækinn að óska þess að Jónas hefði lengt
ritgerð sína enn með frekari samanburði við bókmenntir á Englandi og meg-
inlandinu. Æskilegt hefði einnig verið að minnast á annála og króníkur sem
telja má til grundvallarforma í kristinni sagnaritun. Réttilega er minnst á
apókrýfar postulasögur sem til eru í gömlum handritum þýddar á norrænu,
sem hugsanlegar kveikjur að sagnaritun á Islandi (bls. 223). En einnig hefði
verið rétt að minna á eitt mesta sagnarit fyrr og síðar, sjálfa biblíuna.
Það er áreiðanlega rétt sem haldið er fram á bls. 222 að í frumgerð Land-
nárnu hafi ýmsar frásagnir verið fasttengdar mannfræðinni, stundum ef til
vill til prýði eða skemmtunar. Nefnd er til sagan um Loðmund og Þrasa og
sagt að hún muni vera komin frá Kolskeggi fróða. Þetta er ekki alveg víst. Séu
textar Sturlubókar og Hauksbókar bornir saman (Landnámabók (1900) bls.
92-93 og 102 annarsvegar, og bls. 207 og 215 hinsvegar) er hugsanlegt að sag-
an sé úr „Olfusinga kyni“ og því ekki úr frumgerð Landnámu.
Frá sagnfræðilegu sjónarmiði er erfitt að fallast á allt sem bókmenntafræð-
ingurinn heldur fram. Til dæmis ætti enginn sagnfræðingur að taka flokkun-
arheiti bókmenntafræðinga eins og „samtíðarsögur" alvarlega frá sjónarmiði
heimildagagnrýni. Jónas Kristjánsson gerir við þetta vandamál nokkrar
skemmtilegar og athyglisverðar athugasemdir, það er nefnilega svo að á þessari
bókmenntalegu flokkun er reist heil söguskoðun eða heildarviðhorf til fyrstu
alda Islandssögunnar (bls. 242). Gamla tímabilaskiptingin, sem svo glöggt
kom fram í sagnfræðiritum Jóns Aðils, í landnámsöld, söguöld, friðaröld og
Sturlungaöld, á sér stoð í þessari bókmenntalegu flokkun meðal annars.
Þessi tímabilaskipting er fyrst og fremst byggð á upplýsingum sjálfra sagn-
anna, lagður er trúnaður á að upplýsingar þeirra séu að nokkru leyti réttar.
T. d. er því trúað hjá Ara og í Landnámugerðum Sturlubókar og Ilauksbókar
að hin svokallaða landnámsöld hafi verið sex tugir vetra. Því er trúað að ís-
lendingasögur séu helstu heimildir um tímabilið eftir landnámsöld og það því
nefnt hinu einkennilega nafni söguöld. Helsta heimild um friðaröld er Kristni
saga eins og Jónas bendir á og lestina rekur svo Sturlungaöld.
Það er augljóst að þessi tímabilaskipting stenst ekki frá sjónarmiði heimilda-
gagnrýni. Það er til marks um eymd og volæði íslenskra sagnfræðirannsókna
að enginn sagnfræðingur skuli hafa tekið þetta vandamál til umræðu heldur
sé það fílólóg, Jónas Kristjánsson, sem vekur máls á því. Nú er það alkunna
að skipta má sögulegum ferlum í tímabil eftir öðru en þeim heimildaflokkum
eða eðli heimilda sem notaðar eru, en í hvorugu þessara binda Sögu Islands
hefur örlað á neinu slíku nýmæli.
Ritgerð Jónasar Kristjánssonar er tvímælalaust sú læsilegasta í þessu bindi
Sögu íslands. Stíllinn er bæði lipur og skýr. Víða er komið við í ritgerð þess-