Skírnir - 01.01.1975, Page 226
224
RITDOMAR
SKÍRNIK
stílfræði sem iðkuð hefur verið á meginlandi Evrópu, þar með talin Norður-
lönd, þar sem miklu meiri rækt hefur verið lögð við kerfisbundna lýsingu stíl-
einkenna að verulegu leyti á grundvelli fornrar mælskufræði. Segja má að höf-
undur fari bil beggja milli þessara aðferða en þó er rækilegasta athugun hans,
kafiinn um myndmálið, miklu fremur í ætt við vinnubrögð af síðari flokknum
og er því í sjálfu sér ástæðulaust að kenna vinnuaðferð hans fremur við ný-
rýni.
Athugun Helga Skúla er vandlega unnin og hann bendir á margar athyglis-
verðar staðreyndir um stíl og gerð Passíusálmanna, en það á samt við þessa
rannsókn eins og margar fleiri stílathuganir þar sem megináherslan er á stíln-
um sjálfum fremur en verkinu í heild eða stílsögunni að lesandinn situr uppi
að lokum án þess að vera viss um til hvers verkið hafi verið unnið. Að nokkru
leyti verða niðurstöðurnar efniviður handa öðrum að vinna úr. Þetta er ekki
dregið fram hér til að sakast við höfundinn. Miklu stærri verk eru með sama
marki brennd og ekkert er eðlilegra en viðfangsefni sé takmarkað í stuttri
prófritgerð eins og hér er um að ræða. Samantekt Helga Skúla Kjartanssonar
sýnir fram á það - sem menn þðttust raunar vita áður án þess að hafa áþreif-
anlegar röksemdir á hraðbergi - að Passusálmarnir eru mjög myndrænn eða
skynrænn kveðskapur, og vafalaust er það ekki síst þess vegna sem þeir hafa
löngum megnað að hræra hjörtu lesenda sinna og áheyrenda.
Kalla má að aðferð höfundar sé þurr og akademísk en hann hefur þó yfir-
leitt getað forðast smámunasemi og lærdómstilburði sem stundum vilja sækja
á fræðimenn, unga sem aldna. Sjálfsagt hefur hann miklar mætur á hinni mjög
svo ólíku grein Halldórs Laxness um Passíusálmana og mun þar að leita skýr-
ingar á þremur öldungis óþörfum neðanmálstilvísunum til hennar.
Á bls. 31 fjallar Helgi Skúli um form líkinga og segir: „En í Ps. er algeng-
asta aðferðin sú, að viðmiðið er táknað með nafnorði, en hinn liðurinn með
eignarfallseinkunn eða samsetningarlið við það.“ Hér er á ferðinni eignarfalls-
umritun, stílfyrirbæri sem á sér langa sögu í íslenskum kveðskap. Upphaf
þeirrar sögu er tekið til meðferðar í ritgerð Davíðs Erlingssonar um blómað
mál í rímum. Heiti ritgerðarinnar er að því leyti villandi að Davíð stefnir ekki
að því að lýsa blómuðum (florissant, gebliimter) stíl í rímum í heild heldur
takmarkar hann sig að mestu við eitt stílbragð blómaða stílsins, eignarfalls-
umritunina, en niðurstöður hans hafa allvíðtækt bókmennta- og stílsögulegt
gildi þótt fengnar séu með athugun á þröngu sviði.
Rannsókn Davíðs kallar ekki á neinar vangaveltur um aðferðafræðileg
vandamál. Hann tekur fyrir sögu ákveðinna, málfræðilega skýrt afmarkaðra,
stíleinkenna í íslenskum rímum, sýnir fram á uppruna þeirra og notkun í þess-
ari bókmenntagrein.
Davíð færir rök fyrir því með skýrum dæmum að blómaði stíllinn í rímun-
um eigi hliðstæður og vafalaust fyrirmyndir í þýskum kveðskap. Niðurstöð-
urnar eru þó settar fram með varfærni sem vonlegt er, talað um að „hin er-
lendu áhrif á rímnakveðskapinn“ séu „skýr og varla umdeilanleg í efni man-
söngvanna". En í rauninni finnst mér þessi ritgerð ráða úrslitum um það að