Skírnir - 01.01.1975, Síða 227
SKÍRNIK
RITDOMAR
225
fremur en tala um erlend áhrif á rímnakveðskapinn í upphafi væri nær lagi aS
segja að allir mikilvægustu þættir í mótun miSaldarímna séu erlendir. Björn
K. Þórólfsson benti á kvennalofið í mansöngvunum. DavíS hefur nú sýnt fram
á mikilvægt stíleinkenni sem á sér erlendar rætur og hnekkir jiar meS þeirri
hugmynd sem ríkjandi hefur veriS aS rímnaskáldin hafi tekiS upp kenninga-
og heitastíl dróttkvæSa lítt breyttan. ViS þetta má svo bæta því aS allir elstu
bragarhættir rímna (stafhent, samhent, ferskeytt, skáhent og úrkast) eiga sér
erlendar hliSstæSur og - aS ég tel - fyrirmyndir einmitt í þýskum kveSskap
frá 13. og 14. öld. Dýrleiki rímna og margvíslegt innrím sem svo mjög vex
þegar nær dregur siSaskiptum á sér einnig mjög nánar hliSstæSur í þróun
þýsks kveSskapar. (Þessu má víSa finna staS í þýskum kvæSasöfnum frá miS-
öldum, sjá t. d. Kraus: Deutsche Liederdichter des 13. Jahrhunderts, I, 205-6
og víSar.)
Auk þessarar ábendingar um rætur rímnastilsins er mikill fengur aS skýr-
ingum höfundar á eignarfallsumrituninni vegna þess aS hann útrýmir ruglingi
sem lengi hefur viSgengist. I fyrsta lagi viSleitni til aS skýra sem allra flest
eignarfallssambönd sem kenningar, viSleitni sem Finnur Jónsson gerSi sig
mjög sekan um, eins og DavíS sýnir fram á, en reyndar munu fleiri eiga hlut
aS máli. Tilhneiging til aS þenja hugtakiS kenning yfir flestöll eignarfallssam-
bönd dregur auSvitaS úr notagildi þess viS aS lýsa stíl. I öSru lagi sýnir hann
fram á aS hugtakiS nafnorSsaukning, sem Björn K. Þórólfsson hafSi um hluta
eignarfallsumritana, er óheppilegt og best aS fella þaS niSur meS öllu en taka
í staSinn upp eignarfallsumritun. MeS öSrum orSum: hugtökin kenning og
nafnorSsaukning hafa hingaS til veriS notuS um eignarfallssambönd í rímuin
en rnörkin eru mjög óskýr og eitthvaS dettur niSur á milli. Kenning + eignar-
fallsumritun nýtast betur til aS lýsa fyrirbrigSunum.
DavíS flokkar eignarfallsumritanir í 7 flokka eftir merkingu og notkun stýri-
orSa eignarfallsins. Forsendur fyrir flokkuninni eru fremur óljósar og má mik-
iS vera ef ekki er hægt aS bæta um kerfi hans. Fyrst veriS er aS hafa aSra
flokkun en stafrófsröS, þarf hún auSvitaS aS vera sem rökréttust.
DavíS rekur lítt sögu eignarfallsumritana eftir lok miSaldar þótt hann bendi
á dæmi hjá Bólu-FIjálmari. Um notkun þeirra í kveSskap eftir siSaskipti
mætti sjálfsagt gera aSra ritgerS engu ófróSlegri eins og ráSa má af ummælum
Helga Skúla Kjartanssonar um eignarfallsumritanir í Passíusálmunum.
Höfundar þeirra tveggja stílfræSiritgerSa sem hér hefur veriS getiS marka
sér tiltölulega þröngan bás en samt er fengur aS þeim báSum. ÞaS er tilviljun
aS þessar tvær ritgerSir um svo skyld efni skuli birtast á þeim skilum þegar
skiptir um ritstjóra Studia Islandica, en Sveinn Skorri Höskuldsson hefur tekiS
viS ritstjórn raSarinnar eftir aS fyrirrennari hans, Steingrímur J. Þorsteinsson,
er allur. í fyrsta hefti undir ritstjórn Sveins eru birt fáein minningarorS urn
Steingrím eftir hinn nýja ritstjóra og ritaskrá tekin saman af Einari SigurSs-
syni. Fer vel á því.
Vésteinn Ólason
15