Skírnir - 01.01.1975, Page 228
226
RITDOMAR
SKIRNIR
EVRÍPÍDES:
ÞRJÚ LEIKRIT UM ÁSTIR OG HJÓNABAND
Alkestis - Medea - Hyppolýtos
Þýðinguna gerði Jón Gíslason
Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1974
JÓn GÍslason hefur heiSurinn af því að hafa fyrstur manna hér á landi komið
á prent þýðingum á verkum fomgrísku harmleikjaskáldanna miklu, þeirra
Aiskhýlosar og Sófóklesar, og nú hefur hann bætt um betur með því að koma
á framfæri meðal bókmenntaþjóðarinnar þriðja meistaranum, Evrípídesi. Þetta
framtak hans er í sjálfu sér lofsvert og því freistandi fyrir þann er um þýðing-
arnar fjallar að líta á þær sem brautryðjandaverk sem ekki þurfi endilega að
dæma eftir strangasta mælikvarða listarinnar.
Sé það hins vegar gert er óneitanlega ýmislegt við þessar þýðingar að at-
huga. Það er engan veginn að kenna því að Jón hresti kunnáttu í grísku máli
eða þekkingu á grískum harmleikjum, því honum verður engin skotaskuld úr
því að skilgreina stíl þeirra skálda sem hann er að þýða í eftirmála við verkið.
Hitt er svo annað mál hvort það sem hann kallar mikilfenglegt tungutak
Aiskhýlosar og þokkafullt samræmi Sófóklesar eigi ekki á hættu að verða í
þýðingu að máttlausu orðskrúði annars vegar og flatneskju hins vegar ef þýð-
andinn hefur ekki til að bera þann óbrigðula smekk og skáldlegu orðkynngi
sem þýðandi slíkra verka þarf að hafa.
Hér er ekki staður til að ræða fyrri þýðingar Jóns enda hefur það verið gert
en nú er spurningin hvernig honum hafi tekizt til við þriðja meistarann, Evrí-
pídes. Þeir sem þekkja Aiskhýlosarþýðingar Jóns reka sennilega fyrst augun í
það að miklu minna ber á tyrfnu og langsóttu orðalagi hér en þar. Ástæðan
til þess er þó ekki sú að Jón hafi breytt um aðferð við þýðingar heldur hitt
að honum er vel Ijóst að stíll og málfar þessara tveggja meistara er með ólík-
um hætti. Evrípídes nálgast í stíl sínum „mjög daglegt mál“ eins og Jón seg-
ir, og vandinn við að þýða hann er einkum fólginn í því að sigla „milli skers
og báru: að halda tign og reisn hugsunarinnar, þó að hún birtist í látlausum
hversdagsklæðum". Þetta er í sjálfu sér alveg rétt stefna en hafa ber í huga
að Evrípídes nær ekki tign og reisn aðeins með orðavali sínu heldur á drjúgan
þátt í því hið bundna form leikja hans, þar sem háttbundin hrynjandi stuðlar
að því að Ijá einföldum orðum dramatískan þunga og magna þau. En þar sem
Jón, eins og fyrr, sleppir öllum þessum tækjum, sem upphefja mál harmleiks-
ins sjálfkrafa, verður hann í stað þess að seilast til málfars sem í heild er miklu
hátíðlegra og óeðlilegra en mál Evrípídesar. Þótt fyrir komi óvirðulegt málfar
eins og „að slá út í fyrir“, „vera heill á sönsum“ eða „iðka konstir" heyrir slíkt
til undantekninga og kemur jafnvel eins og skollinn úr sauðarleggnum og í
heild má segja að málfarið sé í virðulegra lagi. Sem dæmi má nefna að Hera-
kles verður „teitur“ en ekki drukkinn eða fullur, Argófarar sigla á „byrðingi"
og þar sem á frummálinu Seifur er ákallaður með nafni er hann hér nefndur