Skírnir - 01.01.1975, Síða 233
SKIRNIR
RITDÓMAK
231
ir enda nokkur dæmi, þar sem fyrri ritskýrendur, aðallega Kock og Finnur
Jónsson hafa farið villir vegar vegna þess aS þeir hafa ekki áttaS sig á trú-
fræSi skáldanna eSa vitaS á hvern hátt miSaldamenn túlkuSu biblíuna. Is-
lenskir fræSimenn gætu margt lært af Hans Schottmann í þessum efnum. Mér
er nær aS halda aS typología miSalda sé þeim flestum lokuS bók. Þess vegna
getur þessi bók opnaS augu þeirra, kynnt fyrir þeim ný og ókunn sviS. Og þótt
deila megi um einstakar niSurstöSur höfundar, er þetta verk mikill áfangi í
könnun íslenskra helgikvæSa, og þaS hvetur óneitanlega til enn frekari rann-
sókna.
Sverrir Tómasson
MAGNÚS PÉTURSSON:
LES ARTICULATIONS DE L’ISLANDAIS Á LA LUMIÉRE DE
LA RADIOCINÉMATOGRAPHIE
Collection Linguistique publiée par la Société de Linguistique de
Paris, LXVIIl
Paris, Librairie C. Klincksieck, 1974
Þetta er efnismikiS rit, 220 lesmálssíSur, rækileg bókaskrá, fjöldi mynda og
nokkur kort af íslenskum framburSarmállýskum. Bókina helgar höfundur for-
eldrum sínum og ættjörS.
Magnús Pétursson hefur fengist viS hljóSfræSirannsóknir meS nútímatækni
í mörg ár, lengi viS hljóSfræSistofnunina í Strasbourg (L’Institut de Phoné-
tique de Strasbourg) sem komiS var á fót 1947. Hann hefur nú um sinn veriS
eini íslendingurinn sem fæst viS þessi fræSi á vísindalegum grundvelli og sinn-
ir frumrannsóknum, aSrir hafa byggt á verkum annarra. Raunar má segja aS
Magnús hafi einn íslendinga fengist aS nokkru ráSi viS hljóSmælingar á ís-
lenskum framburSi síSan Stefán heitinn Einarsson og Sveinn Bergsveinsson
áttu viS slíkt. Árangurinn af starfi Magnúsar hefur birst í fjölda ritgerSa og
stærri ritum, meSal annars í öllum heftum sem út hafa komiS af árbók ofan-
nefndrar hljóSfræSistofnunar. Fyrsta rit hans um þetta efni, sem mér er kunn-
ugt um, var í fyrstu árbók stofnunarinnar, 1968-1969, um framgómmælt lok-
hljóS í íslensku.
Rit Magnúsar hafa borist hingaS til lands, er til aS mynda aS finna í Lands-
bókasafni, en landar hans hafa tekiS þeim meS vantrú og þögn. Menn hafa illa
trúaS því aS þessar rannsóknir flyttu nýjan sannleika úr því aS niSurstöSurnar
samræmdust ekki kerfinu sem áSur hafSi veriS sett upp. Þess eru jafnvel dæmi
aS fræSimenn hafi tortryggt niSurstöSurnar meS þeim röksemdum aS þeir
„trySu“ þeim ekki, og þá jafnvel skotiS sér á bak viS þaS sem Björn GuSfinns-
son, forvígismaSur í rannsóknum á íslenskum framburSarmállýskum, sagSi í
sínum ritum.