Skírnir - 01.01.1975, Side 234
232
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Þeirri „röksemd" hefur verið hreyft gegn niðurstöðum Magnúsar að þær
byggðust á athugunum á framburði sárfárra einstaklinga, jafnvel að mestu
leyti eins einstaklings, en niðurstöðum Björns þá teflt gegn þessu. Sú rök-
semdafærsla horfir þó fram hjá þeirri staðreynd að rannsóknir og niðurstöður
Björns byggðust á þrautþjálfaðri hljóðheyrn hans einni saman og að kenning-
ar hans um hljóðmyndun grundvölluðust að verulegu leyti á því hvemig hon-
um og öðrum fundust talfærin hreyfast. Onnur tæki, vélar eða mælitæki, hafði
hann ekki. Seinni tíma rannsóknir á hljóðmyndun - meðal annars rannsóknir
Magnúsar Péturssonar - hafa nú sýnt að ýmislegt sem lengi var haft fyrir satt
um myndun hljóða reyndist skynvilla þegar nútímatækni var beitt við athug-
anirnar. En þær hafa ekki haggað við niðurstöðum Björns um útbreiðslu fram-
burðaratriða upp úr 1940, eins og menn skynja þau, fráblástur, flámæli o. s. frv.
Hins vegar afsanna þær ýmislegt sem löngum hefur verið haldið fram í ís-
lenskum hljóðfræðiritum (meðal annars kennslubók undirritaðs 1953) og
kennslu um myndun hljóða í íslensku.
Meginhluti bókar þeirrar sem hér verður lítillega sagt frá kom í fyrstu út
fjölritaður árið 1969 hjá hljóðfræðistofnuninni í Strasbourg og var doktors-
ritgerð höfundar við háskólann þar. Eintak hefur verið til í Landsbókasafni
síðan, aðgengilegt þeim sem hafa haft áhuga. Annað rit um sama efni, eins
konar framhald af þessu, kom frá halns hendi sl. vor, en það hef ég ekki séð.
Allar þær rannsóknir sem þessi rit segja frá, hafa verið gerðar með bestu
fáanlegum tækjum sem nútímatækni hefur upp á að bjóða. Teknar eru rönt-
genmyndir af hreyfingum talfæranna, þannig að eftir á má sjá hvernig þau
hafa hreyfst við hvert einstakt hljóð, og þarf þá ekki lengur að flýja á náðir
þess hvað manni finnst vera. Við þessar rannsóknir talar hljóðhafinn án þess
að nokkur mælitæki liggi á talfærunum og trufli eðlilega starfsemi þeirra en
hins vegar er höfuðið alltaf í sömu stellingu gagnvart myndavélinni. Myndir
þær sem þessi bók fjallar um voru flestar teknar á 16 mm breiða filmu, hver
mynd að stærð 8x16 mm, 50 myndir á sekúndu. Notaðar voru fjórar slíkar
filmur við rannsóknirnar, hver um 3750 myndir; það eru alls um 15 þús.
myndir á þeim, en auk þess voru teknar nokkrar myndir af sveifluritum.
I þessari bók eru ekki prentaðar myndir af röntgenmyndunum sjálfum, á
því eru tæknilegir örðugleikar. Hins vegar eru sýndar strikmyndir sem höf-
undur hefur dregið af stöðu talfæranna eins og hún kemur fram á myndunum,
valdar myndir af hverju einstöku hljóði. Þessar myndir sýna bæði hverja ein-
staka talfærastöðu, og þá að sjálfsögðu þær sem mestu skipta til að skýra
myndunina, svo og sjálfar hreyfingar talfæranna. Myndir af röntgenfilmunum
hefðu verið öllum þorra notenda miklu óaðgengilegri. Filmurnar sjálfar eru
geymdar í hljóðfræðistofnuninni í Strasbourg, nr. 63, 64, 65 og 66 í safni henn-
ar. Samtímis myndatökunni var hljóðið tekið á segulband, og átti ég þess kost
að heyra þá upptöku fyrir nokkrum árum. Var ekki annað að heyra en þar
væri um að ræða dæmigerðan íslenskan framburð.
Strikmyndir í þessari bók munu vera alls rúmlega 200, 82 af einhljóðum
löngum og stuttum, 26 af tvíhljóðum og aðrar af samhljóðum. Auk þess eru