Skírnir - 01.01.1975, Síða 235
SKIRNIR
RITDOMAR
233
nokkrar myndir (sveiflurit) af hljóðsveiflum við myndun h-hljóðsins, fráblást-
urs og svo nefnds aðblásturs.
Bókin skiptist í fjóra meginhluta, sögu íslenskra hljóðfræðirannsókna (urn
30 síður), frásögn af tæknilegri hlið rannsóknanna (23 bls.), niðurstöður um
einstök hljóð (138 bls.) og tíu síðna yfirlit. Auk þessa eru skrár.
Fyrsta hluta bókarinnar er skipt í þrjá kafla. Hinn fyrsti fjallar um eldri
rannsóknir í íslenskri hljóðfræði, og eru þar raktar niðurstöður þeirra í stuttu
máli. Þar segir frá fyrstu málfræðiritgerð Eddu, athugunum Jóns Magnús-
sonar (Grammatica Islandica), Eggerts Ólafssonar (Réttritabókinni), nítjándu
aldar manna erlendra og innlendra, ennfremur frá Kemp Malone, og um rit-
gerð Jóns Ófeigssonar, Træk af moderne islandsk Lydlære, í orðabók Sigfús-
ar Blöndals 1920-24, segir höfundur réttilega að það sé fyrsta ritgerð um ís-
lenska nútíma hljóðfræði sem enn haldi gildi sínu. Síðan gerir hann grein
fyrir verkum Stefáns Einarssonar, Jean Poirots, Sveinbjarnar Sveinbjörnsson-
ar, Brunos Kress og Sveins Bergsveinssonar. Þar minnir Magnús á að ritgerð
Sveins, Grundfragen der islandischen Satzphonetik, er eina rannsóknin sem
til þessa hefur verið gerð á framburði í samfelldu máli í íslensku, aðrar at-
huganir, meðal annars Magnúsar sjálfs, eru gerðar á framburði einstakra
orða eða mjög stuttra setninga. Magnús minnist með virðingu rannsókna
Björns Guðfinnssonar og brautryðjandastarfs hans, einkum á sviði mállýsku-
rannsókna og nýyrðasmíða í hljóðfræði, og loks segir hann frá athugunum
rússneska gyðingsins Libermans á aðblæstri í íslensku. Ymsa fleiri hluti minn-
ist Magnús á í þessu yfirliti sem er hið besta sem ég þekki af þessu tagi.
I þessum hluta bókarinnar fjallar einn kaflinn um fónólógíu - sem sumir
íslendingar vilja helst kalla fónemík að amerískum hætti, en hún hefur ver-
ið kölluð hljóðkerfafræði og hljóðungafræði á íslensku. Kafli þessi er stuttur,
enda hafa fáir fengist við þennan hluta íslenskra hljððfræðivísinda, helst Stef-
án Einarsson, Kemp Malone, Einar Haugen, Hreinn Benediktsson og Steblin-
Kamenskij. Segja má raunar að í íslenskum málvísindum hafi menn meir horft
á einstök hljóð en mismun þeirra og hlutverk í málinu.
Annar hluti bókarinnar er tveir kaflar. Er þar fjallað um tæknilega hlið
rannsóknanna, birt skrá um orðin og orðasamböndin sem mæld voru og sögð
deili á þeim tveimur hljóðhöfum sem rannsóknirnar taka til. Eru það Óiafur
Pétursson bróðir Magnúsar (uppalinn í Flóa) og Páll Jensson frá Reyðarfirði.
Þriðji hluti bókarinnar er mestur, greinargerð um niðurstöður af rannsókn-
um á einstökum hljóðum eins oft og þau komu fyrir í mælingunum, greint frá
löngum einhljóðum og tvíhljóðum og stuttum samsvörunum þeirra, samhljóð-
um rödduðum og órödduðum, í eins fjölbreyttum samböndum og dæmin leyfa,
en að sjálfsögðu varð ekki hjá því komist að mörg hljóðasambönd vantaði
sem til eru í málinu; höfundur bendir víða á slík skörð eða eyður. Síst mundi
hann halda því fram að nú væri búið að rannsaka allt sem rannsaka þarf í ís-
lenskri hljóðfræði, heldur er þetta aðeins byrjun á beitingu nútímatækni, lítil
byrjun sem hefur kostað mikla vinnu - og borið mikinn árangur.
Niðurstöðurnar sýna ljóslega að í mörgum greinum verður að koma til nýtt