Skírnir - 01.01.1975, Síða 237
SKIRNIR
RITDÓMAR
235
hann taldi aS lielst greindust sundur við mismunandi opnustig, en hins vegar
hafi kerfið þvingað hann eins og aðra til að telja sér trú um að þarna skipti
opnumunur mestu.
En þessar niðurstöður Magnúsar hljóta að skipta máli þegar menn reyna að
gera sér grein fyrir hvaða framburður sérhljóða hafi verið ríkjandi í fornís-
lensku, hvernig afkringing forns y og ý hafi orðið, jafnvel hvernig hljóðvörp
hafi gerst. Það er ekki nema von menn kippist við og loki augum þegar grund-
velli er svona kippt undan fræðigreininni!
Löngum hefur verið talað um sérhljóðaþríhyrninginn í íslensku og öðrum
málum, og þá gert ráð fyrir því að fjarlægasta sérhljóðið, [a], væri ekki að-
eins neðsta horn hans svo sem sjálfsagt er vegna þess að það myndast við
mesta opnu allra sérhljóðanna, heldur hafa menn líka hugsað sér að myndunar-
staður þess að öðru leyti hlyti að vera milli frammæltra sérhljóða og upp-
mæltra, þó talið af ýmsum fremur uppmælt. Jafnan hefur ú-hljóðið, [u], verið
talið uppmæltast allra sérhljóða, og með því átt við að það myndaðist aftast
þeirra allra. Myndir af talfærunum að starfi sýna að þetta er alrangt. Við
myndun a-hljóðsins er tunguvöðvinn aftar í munnholinu en við myndun nokk-
urs annars sérhljóðs, það er beinlínis kokmælt í íslenskum framburði, og
Magnús flokkar það þannig, bæði langt og stutt [a].
Fig. 45 — [ö] Fig. 53 — [a]
Myndir nr. 45 (langt o) og 53 (langt a) í bók Magnúsar sýna vel myndun þess-
ara hljóSa í íslensku, og er fróSlegt aS athuga tungustöSuna.
Gómfillumælt eru þá fjögur sérhljóð: stutt og langt [u] og stutt og langt
[o], framgómmælt átta: [I, e, Y, 0] hæði stutt og löng, en tannbergmælt tvö:
[i] stutt og langt. Er því augljóst að sérhljóðakerfið verður allt öðruvísi í
uppsetningu Magnúsar en tíðkast hefur - sbr. töflu á næstu síðu.
Niðurstöður Magnúsar sýna að löng sérhljóð í íslensku eru töluvert öðru-
vísi en hin stuttu, ekki aðeins hvað hljóðdvöl snertir heldur einnig opnustig
og myndunarstað. Þessi mismunur er þó mismikill eftir opnustigum. Ná-
lægustu sérhljóðin virðast mynduð við sama opnustig, en við hin eru stuttu
sérhljóðin fjarlægari en þau löngu. Einhver munur af þessu tagi hefur sjálf-