Skírnir - 01.01.1975, Síða 239
SKÍRNIlí
RITDÓMAR
237
Þá skal hér minnst á eina niðurstöðu Magnúsar sem vænta má að ýmsum
þyki harður biti að kyngja. Hann segir aS aðhlásin lokhljóS séu ekki til í nú-
tímaíslensku (bls. 219), það sem hingað til hafi verið kallað aðblástur sé sjálf-
stætt samhljóð, sama hljóS og annars staðar sé táknaS h. Því sé rangt að bera
saman sem sérstakar andstæSur lappa : labba, hatta : hadda o. s. frv., heldur
sé réttmætt að setja upp röð eins og hatta : halta : hasta, það er andstæður
séu milli h : l : s, og svo framvegis. Myndirnar telur Magnús sýna aS aðblást-
ur og fráhlástur séu tvö alls ólík fyrirbæri hvað myndun snerti. Liberman hef-
ur einnig skrifað um þetta, en hér mun stafsetningin hafa villt um fyrir mönn-
um eins og víðar. Sú skoðun manna að aðblásturinn væri fyrirbæri tilheyrandi
eftirfarandi lokldjóði og samhljóðið væri því aðeins eitt, hefur haft það í för
með sér að menn táknuðu lokhljóðið langt þar eð undanfarandi sérhljóð er
alltaf stutt.
Hins vegar sýna mælingarnar að aðblásturinn er aðeins h í fullri lengd, og
af því ásamt mynduninni allri má álykta að svonefnd „aðblásin lokhljóð“ eru
í raun ekki annað en h + lokhljóð, fyrra hljóðið (aðblásturinn) oft lengra en
hið síðara (lokhljóðið). Þar meS er rokin um koll sú regla aS h komi aðeins
fyrir á undan sérhljóði í íslensku; þetta sýnir að það er til einnig að minnsta
kosti á undan lokhljóði. Og rannsóknirnar sýna enn meiri dreifingu þess.
Þær benda eindregið til þess að hljóð þau sem í stafsetningu eru táknuð
hr, hl, hn fremst í orði, séu ekki aðeins óraddað r, l, n eins og íslenskir hljóð-
fræðingar hafa rnargir álitið og staðhæft, heldur sé hér um að ræða h + r, l, n.
Svo mikiS er víst að niðurlag samhljóðsins mældist að staðaldri raddað og að
hljóðiS byrjaði yfirleitt sem h, en hluti hljóðsins var stundum óraddað, r, l, n.
Hitt er önnur saga að við athugun á eigin framburði er mjög auðvelt að láta
alveg óraddað r, l, n án nokkurs undanfarandi h koma í stað hr, M, hn, en það
segir vitanlega ekki allt um eðlilegan framburð.
NiðurstaSan af athugunum á myndun framgómmæltu hljóðanna er mjög
fróðleg, þau myndast með töluvert öðrum hætti en önnur lokhljóð. Ginhæðin
er lítil og lokunarsvæðið stórt. Lokunin rofnar hægt, byrjar að rofna aftast,
stendur lengst fremst.
Um myndunarstað tannmæltra eða tannbergmæltra lokhljóða kemur það
fram sem flestir munu geta fundið í sínum eigin framburði, að t og d eru
tannmælt, en tilsvarandi nefhljóð, n, er tannbergmælt og myndast án þess að
tungubroddur snerti tennur. Þetta mun þó vera misjafnt eftir hljóðasambönd-
um.
Það væri fróðlegt að ræða hér meira um rannsóknir Magnúsar, en nú skal
staðar numið; menn verða að lesa rit hans sjálf til að kynnast kenningum
hans að gagni og taka afstöðu til þeirra.
AS lokum skal hér minnst á eitt atriði sem snertir ekki efni bókarinnar hein-
línis, en sýnir hins vegar mat íslendinga á þessu starfi Magnúsar.
Fyrir tveim-þremur árum sótti hann um lektorsstöðu í almennum málvís-
indum við Háskóla Islands. Mun hann öðrum þræði hafa getað liugsað sér að
setjast að hér heima, alla vega ef hann fengi starfsaðstöðu til einhverra rann-