Skírnir - 01.01.1979, Page 7
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
Fáein alþýðleg orð
Eg HELD að eg verði að byrja þessa grein með því að biðja af-
sökunar á því að eg skyldi láta mér detta í hug að skrifa hana,
hvað þá reyna að koma henni á framfæri, svo grimmilega finn
eg til vangetu minnar að gera hana svo úr garði sem eg hefði
viljað og hæft hefði efni hennar. — Það er ekki auðvelt fyrir
konu norður í landi, lítt skólagengna og næsta lítils megnuga,
að taka til máls um efni, sem nú um sinn, og að vissu leyti
alltaf, hafa að mestu verið í höndum lærðra manna og sérþjálf-
aðra, manna, sem hafa á sínu valdi þá menntun og rannsóknar-
aðstöðu, sem mér hlýtur alla tíð að vera lokaður heimur.
Fyrir nokkrum árum hlustaði eg á bókmenntaþátt í útvarp-
inu, það var viðtal við þjóðkunnan menntamann, sem hafði
þá fyrir skömmu birt ritgerð um tiltekið efni úr landnámssögu
fslands. Hafði hann þar fundið viðkomandi frumheimildum
margt til foráttu, en þess í stað sett upp mikinn líkindareikning
um söguefnið. — Nokkru síðar las eg einnig í dagblaði viðtal við
þennan höfund og var þar enn hið sama til umræðu, og í sama
anda. Skrifaði eg þá hjá mér þessi athyglisverðu ummæli:
Við megum ekki trúa um of á ritaðar heimildir, en það hefur einmitt verið
veila íslenskrar sagnfræði til þessa. Eg er þó ekki að halda því fram, að allar
fornar heimildir um sögu okkar séu staðleysur, vissulega stenst margt af því,
sem þar er skráð. En við þurfum að vera gagnrýnin og lesa þær með augun
opin.
Og að síðustu þetta:
En við þurfunr að taka alla elstu sögu okkar til endurskoðunar og mölva
allt saman niður og byggja upp aftur.
Þessar tilvitnuðu málsgreinar urðu mér talsvert umhugsunar-
efni og eg hef hugsað sem svo: Hafi það verið mesta veila ís-