Skírnir - 01.01.1979, Síða 8
6
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
lenskrar sagnfræði að trúa um of á ritaðar heimildir, hvar er
þá að finna heimildir sem óhætt sé að trúa? Og geta nútíma-
menn alltaf verið vissir um hvað séu staðleysur og hvað fái
staðist í hinum fornu ritum, jafnvel þó lesið sé með augun
opin? Og ef það er rétt að taka þurfi alla elstu sögu okkar til
endurskoðunar og mölva allt saman niður, hvernig er þá hægt
að byggja upp aftur? Er hægt að búast við sannari fornsögu,
byggðri að miklu leyti á hugdettum þeirra manna, sem uppi eru
á tuttugustu öld?
Eg vitna til þessara ummæla vegna þess, að í þeim birtist á
mjög skorinorðan hátt sú stefna, eða mætti kannski segja sú
tíska, sem verið hefur ríkjandi að undanförnu, þegar fjallað er
um íslenskar fornbókmenntir. Eg veit vel, að til mín hefur ekki
borist nema eitthvert örlítið brot af öllu því sem rætt hefur verið
og ritað um þessa hluti, en það þarf ekki að heyra mikið til að
taka eftir þeirri gagngeru breytingu, sem orðið hefur á síðustu
fimmtíu árum eða svo, — og einkum þó næstliðnum tveimur eða
þremur áratugum. — Það er mikil breyting frá því sem var, þeg-
ar eg man fyrst eftir, hvað þá frá því sem mun hafa verið á síð-
ustu öld og líklega lengst af á fyrri tíð. — Það heyrist líka oft
minnst á „nítjándu aldar rómantík" í alveg sérstakri tóntegund,
svo manni skilst, að sú hafi verið í meira lagi barnaleg, svo ekki
sé fastar kveðið að orði.
Nú verð eg að játa það, að þrátt fyrir allan minn áhuga á
íslenskum fornnitum, er þekking mín á þeim svo sem ekkert
stálslegin, það er langt frá því. Eg hef hvorki haft þrek eða að-
stöðu til að grúska í þeim eins og eg hefði gjarna viljað. En
þessar bækur hafa verið mér ákaflega kærar, svo langt sem eg
man til, og það sem eg hef mér nú lrelst til afsökunar á því að
vera að reyna að skrifa þetta, er mín einlæga ást á íslenskum
fornbókmenntum. — Þetta getur líklega kallast „tilfinninga-
semi“, og eg hef tekið eftir því, að þessháttar á ekki upp á pall-
borðið hjá nútímaritskýrendum. En það er líka ýmislegt varð-
andi þessi efni, sem eg á örðugt með að skilja, vegna þess að
það vill ógjarna samrýmast minni alþýðlegu skynsemi.
Nú mætti spyrja, — er eiginlega nokkurs í misst þó að all-
harkalega hafi verið hróflað við þeirri gömlu trú á sanngildi