Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 9
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
7
fornbókmenntanna okkar? Er ekki hægt að unna fögrum skáld-
skap, og svona ritverk hljóta alltaf að vera mikil af sjálfum sér,
hvert sem er tilefni þeirra. — En það er samt mikils misst, ef
hætt er að trúa því að þær hafi heimildargildi, og sá grunnur,
sem þjóðarsaga okkar hefur verið byggð á, riðar til falls. Eg trúi
varla öðru en að unga fólkið hefði meiri áhuga fyrir sögunum
en vera mun núorðið, ef það hefði ekki alist upp við hin nýju
viðhorf. — Það á völ á svo margvíslegum skáldskap, en fróðleikur
um upphaf þjóðarinnar verður ekki fundinn hvar sem er. En
hvað sem því líður, og þó að þessi mál geti ekki verið með öllu
sársaukalaus óraunsæju fólki eins og mér, bæri samt að fagna
því, ef í sannleika væru þarna fundnar réttar lausnir á gátunni
um uppruna þessara umtöluðu bókmennta. En er nú alveg víst
að svo sé?
Eg hef vikið hér áður að viðhorfi nítjándu aldar, en í raun
og veru hef eg þó fremur fátt séð sjálf af því sem þá var um
þessi fræði ritað, og mun auk þess að miklu leyti hafa gleymt
því sem eg kann að hafa einhvern tíma lesið. Mér hafa einnig
fyrnst þær greinar, ritaðar um söguleg efni af fræðimönnum,
sem hér bar hæst á því sviði á fyrstu áratugum þessarar aldar
og eg las í tímaritum, þegar eg var ung. En þó finn eg enn áhrif-
in frá þessu. Og allir, sem nokkuð skeyta um íslenskan skáldskap,
vita um þau reginsterku áhrif, sem fornsögurnar höfðu á okkar
ágætu ljóðskáld á nítjándu öld og fyrsta hluta hinnar tuttug-
ustu. — Þar skortir ekki dæmi. í annan stað er mér mjög í
fersku minni hvernig eg heyrði um sögurnar talað á uppvaxtar-
árum mínum. Eg segi ekki að þeim hafi verið trúað alveg skil-
yrðislaust, að minnsta kosti man eg að það sem einu nafni var
kallað „hjátrú“ og víða kemur fyrir, sem kunnugt er, var yfir-
leitt ekki tekið alvarlega og fremur litið á það sem ýkjur eða
ímyndun. Fleira munu margir hafa talið eitthvað ýkt. — Eigi
að síður var fyrst og fremst litið á þetta sem sannar sögur, sem
gengið hefðu mann fram af manni, uns þær voru festar á bók-
fellið. — Það var rætt um persónurnar eins og kunnugt fólk,
orðaskipti þeirra og viðbrögð, þær voru ásakaðar og afsakaðar,
dæmdar og dáðar — og harmaðar. Eg man alltaf hvað roskin
kona, sem eg þekkti einu sinni, tregaði Kjartan Ólafsson. —