Skírnir - 01.01.1979, Page 11
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
9
mikil áhrif. — „Gíslasaga er skáldsaga“, — svo mælti ung
menntakona, sem fyrir nokkrum árum las Gíslasögu Súrssonar
upp í útvarp. Sagan var vel lesin, þar var ekki út á neitt að
setja, en ekki vafðist fyrir lesaranum hvernig skýra ætti upp-
runa sögunnar. — Eg hygg líka að sú skoðun sé orðin almennust
meðal fræðimanna, að minnsta kosti hinna yngri, að Islendinga-
sögurnar okkar séu að mestu leyti, ef ekki alveg, skáldsögur,
listilega gerð hugverk nokkurra þrettándu aldar manna, sem
gjarna liafi haft persónur og atburði sinnar eigin samtíðar að
fyrirmyndum. Alloft er þó viðurkennt, að „forn minn,i“ kunni
að hafa verið „kveikja“ að sumum frásögunum. Það er eins og
sjaldan sé gert ráð fyrir að liöfundarnir hafi fundið efnið upp
alveg á eigin spýtur. En mjög oft er farið út fyrir landsteinana
í leit að þessari kveikju, franskir trúbadorar, riddarasögur, „al-
þjóðlegar flökkusagnir" og ýmislegt fleira, sem vissulega gæti
hafa verið aðvífandi liér á landi á þessum tímum. Það er auð-
vitað ekki á rnínu færi að dæma um þessar lærðu getgátur, og
að sjálfsögðu liafa íslenskir rithöfundar þessa tímabils orðið
fyrir einhverjum utanaðkomandi áhrifum beint og óbeint. En
mikið má samt vera, ef þarna er ekki stundum leitað langt yfir
skammt.
Eg reyni hér að tæpa á einu atriði. — Eitt sinn hlýddi eg á
erindi, sem dr. Bjarni Ejnarsson flutti í útvarpið. Það fjallaði
um forna sagnaritun og meðal annars var þar færð í orð hin
harmræna frásögn um Bjarna Grímólfsson. — Eg hef því miður
ekki erindið fyrir mér, heyrði það aðeins einu sinni, en það
þykist eg þó muna, að leitast var við að finna fyrirmynd að
þessari sögu og þá helst staðnæmst við forna, suðræna sögn,
einskonar helgisögu. Eg man hana alls ekki nákvæmlega, en
mikið fannst mér umgerðin öll, persónur og flest atvik gerólík
íslensku sögunni. Líkindin ekki önnur en þau að þarna varð
skiptapi og surnir fórust, en sumir komust af, og er slíkt ekki
óvenjulegt, og svo það, að þeir sem fórust urðu veglegir í minn-
ingunni, en það hygg eg einnig að oft vilji verða. En það undrast
eg mest, að eg get alls ekki munað að fyrirlesarinn innti að þeim
möguleika að þetta gæti verið sjálfstæð og óháð íslensk frásögn,
byggð á sönnum viðburði. Nei, heldur varð að leita tilefnisins