Skírnir - 01.01.1979, Síða 12
10
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
suður að Miðjarðarhafi. — Sagan um afdrif Bjarna Grímólfs-
sonar virðist þó hafa öll skilyrði til að geta geymst lengi í minn-
um, svo einföld sem hún er í sniðum, sérstæð og átakanleg.
Eg hef einnig furðað mig á því, hversu djarfar ályktanir eru
oft dregnar af hverskonar líkum atriðum og samsvörunum í
fornsögum. Eg er ekki fræðikona og hef auk þess alltof fátt lesið
af því sem ritað er urn þessi efni, en samt hef eg séð glögg merki
um þetta. Jafnvel svo, að stundum finnst manni sem ekkert
megi líkjast öðru, hvorki mannlýsingar, atburðir né orðalag,
nema talað sé um rittengsl — eða áhrif, — eða þá að ein sagan
hafi „þegið“ eða „fengið að láni“ hjá annarri o.s.frv. — Að vísu
tel eg mig hafa nokkurn skiln,ing á því, að við nákvæmar rann-
sóknir á jafn margslungnum bókmenntum og íslensk fornrit eru,
hljóti að koma fram óþrotlegar bollaleggingar og tilgátur, annað
væri óhugsandi. (Auk þess sem samanburður sjálfra handritanna
hlýtur að vera óhemju flókið og vandasamt viðfangsefni.) Eg
efast heldur ekki um að margt hafi verið fundið og skýrt og
glöggvað á þessum leiðum, en eg felli mig ekki við það, þegar
farið er að rengja flest, sem í frumtextunum stendur, og tíðum
setja ofar hugmyndir ritskýrendanna m.a. vegna þess að þær séu
sennilegri. — Eins og veruleikinn sé alltaf sennilegur, eins og
örlög sumra geti ekki ráðist þveröfugt við það sem efni sýnast
standa til. Það veit eg að er staðreynd. Eg lreld líka að það sem
kalla mætti rittengsl, eða lítur út fyrir að vera svo, geti býsna oft
komið fyrir, þó að bein áhrif séu útilokuð með öllu, og munu
dæmi þess ekki vandfundin. Og líkingar atvika og mannlýsinga,
sem svo mikið er lagt upp úr — þær held eg að lífið sjálft hafi
oft getað gefið næg tilefni til. í raun eru alltaf að gerast meira
eða minna hliðstæðir atburðir.
Eg ætla að nefna hér eitt dæmi til að reyna að skýra ofurlítið
það sem fyrir mér vakir. — Nokkru fyrir, um og eftir aldamótin
síðustu ólust upp tvö skáld í sama héraði, Snæfellsnesi. Þeir
hétu báðir sama nafni. Hinn eldri þeirra hét raunar öðru nafni
líka. Þeir voru báðir settir til mennta þrátt fyrir lítil efni. Þeir
urðu báðir frábærlega ljóðræn skáld. Báðir veiktust þeir af
tæringu og dóu ungir, þó að sá þeirra, sem yngri var í tímanum,
yrði nokkru eldri en nafni hans. Báðir urðu snemma föðurlausir,