Skírnir - 01.01.1979, Side 13
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
11
en mæður beggja lifðu þá. — Þetta eru staðreyndir. Nú fer
því mjög fjarri að ævisögur þessara manna séu likar í öllum
greinum, en þessar samsvaranir eru samt það margar, að mér
finnst engin goðgá að láta sér detta í hug, að ef ámóta líkingar
hefðu komið fram í frásögnum af tveimur skáldum á söguöld,
hefðu einhverjir fræðimenn álitið að sú sögnin sem yngri var
talin, hefði hlotið að líkja eftir hinni og jafnvel komist að
þeirri niðurstöðu að um einn og sama mann væri að ræða.
Mér hefur virst sem nú væri mikil tíska að telja kvæði og þó
einkum lausavísur í Islendingasögum ekki verk þeirra, sent
þetta ljóðmál er eignað, (sem raunar álítast stundum nú orðið
vera tilbúnar persónur), heldur væri það að jafnaði orkt inn í
sögurnar, líklega af höfundum þeirra eða skrásetjurum. Vera
má að eittlivað fari milli mála um sumt af þessum skáldskap,
og dæmi eru þess að sama vísan finnist í tveimur sögum, og
eignar þá hvor sagan um sig hana sinni söguhetju. Þetta er eng-
an veginn óeðlilegt og sannar meira að segja heldur en hitt
„munnlega geymd“. En að meginið af þessum skáldskap sé
þrettándu aldar smíð, ef ekki yngra, því á eg bágt með að trúa,
svo fornlegt sem það virðist vera, en þekking mín á slíkum
hlutum nær skammt, svo eg get fátt fullyrt. — En það vita allir,
að bundið mál geymist betur í minni en laust mál. Athyglisvert
er það líka, að ýmsir fræðimenn munu álíta að fleiri eða færri
af Eddukvæðunum séu orkt utan íslands og jafnvel að sum þeirra
hafi borist hingað með landnámsmönnum. — Eg vil nú helst
gera ráð fyrir að Eddukvæði hafi að mestu verið orkt á íslandi,
en séu nú sum þeirra eldri en íslandsbyggð og hingað komin
með landnámsmönnunum, hljóta þau að hafa geymst munnlega
með öllu fleiri kynslóðum en flest það efni, sem íslendingasögur
fjalla um. Því skyldi þá ekki kveðskapurinn í sögunum, eða að
minnsta kosti allmikill hluti lians, hafa getað geymst um tals-
vert skemmri tíma, og þá gjarna verið til stuðnings sögunum
eins og Snorri gerir ráð fyrir um konungakvæði liirðskáldanna.
I Skírni 1973 er birt andmælaræða við doktorsvörn forstöðu-
manns Handritastofnunar íslands, Jónasar Kristjánssonar, er
hann varði ritgerð sína um Fóstbræðrasögu. Eg hef ekki ástæðu
til að ætla, að sýslungi minn, dr. Jónas, sé í flokki þeirra fræði-