Skírnir - 01.01.1979, Síða 14
12
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
manna, sem lengst vilja ganga í því að gera lítið úr sanngildi
fornrita, síður en svo. Samt varð fyrir mér í grein þessari atriði,
sem er ljóst dæmi um það hversu fornar heimildir um uppruna
vísna eru að engu hafðar. — í grein andmælanda er þetta tilfært:
Andlátsvísur Þormóðar eru grunsamlegar. — „Hver trúir þvx að deyjandi
maður með ör í hjartastað hamist við að yrkja fimm dróttkvæðar vísur — sem
síðan varðveitast þótt enginn sé til að nema utan ein kona útlend?" spyr dokt-
orsefni að vonum. Dauða skáldsins hefur þá borið að með öðrunx hætti en
sögurnar segja, ef unnt á að vera að telja hann höfund þeirra.
— Svo er nú það. Og hver er eg að eg vogi mér að leggja hér
orð að, og þó skal þess freistað fyrst út í þetta er komið. —
Það vill svo til, að þessar vísur eru ekki neinn hversdagsskáld-
skapur og að minnsta kosti ein þeirra rís svo liátt í skáldlegiý
tign að sjaldan mun hafa verið betur kveðið á norræna tungu:
, Undrast fögur öglis landa
eik hvx vér rom fölir og bleikir"
— spurði skáld, og grafljóð gerði
geymileg meðan byggjast heimar,
kvað Matthías forðum og virðist hafa „trúað“ því að vísan, sem
hann vitnar til, hafi verið dánaróður skáldsins. — Eg trúi því
að svo fremi að Þormóður Kolbrúnarskáld hafi verið til, og
sagnirnar um hann eitthvað í átt við sannindi, þá hafi hann orkt
þessar vísur skömmu fyrir dauða sinn á Stiklastöðum, ekki í
uppmælingarvinnu, heldur af innblæstri. Er ekki sagan, bæði
okkar eigin og veraldarsagan yfirleitt, rík af frásögnum um and-
látsorð frægra manna? Og það lítur út fyrir að þær sagnir séu
flestar hafðar fyrir satt. — Líklegt er að lýsingin á sárafari skálds-
ins sé eitthvað ýkt, og frásögnin öll færð í stílinn, en til bana
leiddu hann þessi sár. — Og eitt er staðreynd, sem enginn fær
hrakið, vísurnar eru til, einhver liefur orkt þær. Eg held varla
hugsanlegt að þær séu eftir höfund Fóstbræðrasögu, svo ólíkar
eru þær stílbragði hans yfirleitt, og ef vísurnar eru ekki eftir
Þormóð, yrði líklega að hugsa sér að einhvers staðar á vegy. sagn-
arinnar frá Stiklastöðum til söguritarans, hefði orðið stórskáld,
þess umkomið að yrkja þær inn í söguna. En fyrir því mun
engin minnsta lieimild. Og ekki kemur það heým við þá sögu
að Haraldur konungur Sigurðarson, sem dó aðeins þrjátíu og